Ný stefna á tímum örra umskipta

Ísland opnar dyr fyrir Breta til að ganga um inn í Fríverslunarsamtök Evrópu

Ný stefna á tímum örra umskipta

Blaðamaður breska dagblaðsins the Telegrapha að nafni Szu Ping Chan segir að utanríkisráðherra Íslands hafi boðið Bretum aðild að samtökunum.  Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA) eru alþjóðasamtök fjögurra Evrópuríkja. Þau eru Ísland Lichtenstein Sviss og Noregur. Samtökin voru stofnuð af sjö ríkjum árið 1960 þegar Stokkhólmssamningurinn var undirritaður. Bretar skipulögðu EFTA á sínum tíma sem samtök á móti ESB.  Manna á milli voru ríkin kölluð Utanborðsríkin sjö (The Outer Seven).

Tilgangur samtakanna í dag er að stuðla að frjálsri verslun á milli aðildarlandanna og sinna gerð fríverslunarsamninga við önnur ríki. Auk þess eiga samtökin að vera ákveðið mótvægi gegn Evrópusambandinu (ESB).  Ríkin eiga aðild að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES)  - nema Sviss. Ísland bjó í tíu ár við að Bretar höfnuðu aðilda Íslands að EFTA.

Utanríkisráðherra Íslands hefur án efa lagt þessa hugmynd fyrir ríkisstjórnarfund og aflað samþykkis oddvita ríkisstjórnarinnar og ráðherra Viðreisnar um að gera Bretum þetta tilboð.  Hann hefur efalaust einnig aflað samþykkis ríkisstjórna Noregs Lichtenstein og Sviss að hann gerði Bretum tilboðið um EFTA inngöngu fyrir allra EFTA ríkja hönd.

 Stjórnmálaskýrendur rifja upp að þó nokkrir Sjálfstæðismenn álíta það andstætt hagsmunum Íslands að standa innan við stórt viðskiptasvæði í Evrópu á borð við ESB og að aðild að EES sé nú orðin varahugaverð.

frettastjori@hringbraut.is  

 

 

   

Nýjast