„ef við hættum að senda börn til grikklands, þá á það við um alla”

Varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, var í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þórdís er einnig starfandi dómsmálaráðherra. Hún segir nauðsynlegt að skilgreina betur þann farveg sem umsóknir um alþjóðlega vernd fara í. Þá þurfi að stytta málsmeðferðartímann og þá segir hún einnig að þau sem séu með alþjóðlega vernd annars staðar geti ekki fengið forgang. Þá segir hún hælisleitendakerfið vera neyðarkerfi sem þurfi að nota með þessum hætti. Þá segir Þórdís Kolbrún að stytta þurfi málsmeðferðartíma og því hafi verið tekin sú ákvörðun að setja þau sem ekki hafa alþjóðlega vernd í forgang á öðrum stað og það fólk sé sent til baka. Hún kveðst átta sig á að þessar ákvarðanir verði umdeildar, en síðustu daga hafa fjöldi Íslendinga verið afar ósáttir við ákvörðun stjórnvalda að vísa börnum úr landi, börnum sem hafa búið hér lengi, stundað nám og eignast vini. Þórdís segir:

„Ef við hættum að senda börn til Grikklands þá á það við um alla, hvað er það margt fólk?“

Þórdís bætir við að langur afgreiðslutími umsókna sé erfiður fyrir börn og í ljósi þess þurfi að stytta tímann.

Stytting málsmeðferðartíma mega ekki koma niður á gæðum málsmeðferðarinnar. Augljóst sé að langur afgreiðslutími umsókna sé erfiður fyrir fólk, sérstaklega börn. Þess vegna þurfi að stytta tímann en þó vanda til verka. Þórdís segir:  „Til þess þarf mannafla, þess vegna erum við að setja aukna fjármuni til útlendingastofnunar.“