Ef ég gleymi þér jerúsalem

Samkvæmt ráðagerð Sameinuðu þjóðanna árið 1947 um skiptingu átti Jerúsalem að vera alþjóðaborg.  Flestir helgidómar þriggja trúarbragðanna gyðingdóms og kristni og íslam eru í Jerúsalem.  Nú flykjast jafn trúræknir sem trúlausir þessara þriggja trúarbragða til borgarinnar.  

Donald J. Trump forseti Bandaríkjanna áformar að efna kosningaloforð sitt um að Bandaríkin viðurkenni borgina sem höfuðborg Ísraelsríkis en bandarísk löggjöf frá 1995 heimilar að sendiráð Bandaríkjanna sé staðsett í Jerúsalem.

Flokkur Trump forseta sækir lítið kjörfylgi til hins mikla fjölda gyðinga í Bandaríkjunum en þeir eru fremur hallir undir flokk demókrata.  Bandaríkin eru þó á bandi Ísraelsríkis í nánast öllum málum.  Vanmáttur Arabaríkja gagnvart Ísrael og Bandaríkjunum kemur ljóslega fram í þessu máli. 

Margt bendir til þess að Donald J. Trump forseti láti verða af þessu.  Honum nægir ekki sú ögrun ein sem felst í þessu kosningaloforði.  

Gyðingar í Bandaríkjunum kusu hann ekki og því eiga þeir lítið eða ekkert inni hjá honum. 

Honum nægir að minna þá á að hann sem kjörinn forseti Bandaríkjanna hefur tök á að efna þetta loforð eða ekki. 

Og hann getur látið sem þetta sé lítið mál fyrir Bandaríkin í samskiptum við íslömsk ríki.      

[email protected]