Fullveldissinnar bæra sig

Sigríður Andersen skrifar langa grein í Morgunblaðið í dag þar sem hún fer yfir innleiðingarferli GDPR persónuverndarlaganna, en stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt vinnubrögð ráðherrans í málinu.

GDPR er í stuttu máli viðbragð ESB ríkjanna við síaukinni gagnasöfnun (aðallega) bandarískra einkafyrirtækja um einstaklinga um allan heim. Löggjöfinni er ætlað að vernda einstaklinginn gagnvart stórfyrirtækjum sem orðin eru gífurlega valdamikil, rík og búa yfir tækni sem ekkert þjóðríki hefur yfir að ráða. 

Við Íslendingar tökum löggjöfina upp á grundvelli EES samningsins, sem hefur á þeim tæpa aldarfjórðungi sem liðinn er frá gildistöku samningsins. Þannig er megnið af íslenskum félagarétti, samningarétti og samkeppnisrétti kominn úr smiðju evrópskrar samvinnu og langtum fullkomnari löggjöf en löggjafi okkar hefði haft burði til að semja, hvað þá samþykkja ef Ísland væri ekki aðili að EES.

Grein Sigríðar virðist þáttur í andstöðu hóps innan Sjálfstæðisflokksins til að koma Íslandi út úr EES en sá hópur gengur gjarnan undir nafninu Fullveldissinnar.