Edda Björgvins rænd en slær á létta strengi: „Þjófurinn mun að öllum líkindum fá harðlífi“

Edda Björgvins rænd en slær á létta strengi: „Þjófurinn mun að öllum líkindum fá harðlífi“

Leikkonan ástsæla Edda Björgvinsdóttir greinir frá því á Facebook-síðu sinni í gær að einhver óprúttinn aðili hafi stolið blómapotti hennar, sem var staðsettur fyrir utan heimili hennar í miðbæ Reykjavíkur. Hún slær þó á létta strengi og segir að karma muni ná í skottið á þjófinum.

„Þjófurinn sem stal blómapottinum fyrir utan heimili mitt í miðbænum (með svona blómum eins og sjást á myndinni) ég segi bara eins og amma mín sagði alltaf: [„]Þeim svíður sem undir mígur![“] Þjófurinn mun að öllum líkindum fá harðlífi, missa tennurnar og hárið og þjást héðan í frá af ólæknandi þvagsýrugigt!“ segir Edda.

Að lokum vísar hún til skilaboða sem eitt barnabarna hennar lætur stundum hafa eftir sér:

„Önnur góð skilaboð frá einum þriggja ára í fjölskyldunni:  [„]Skíttá´ðig![“]“

Nýjast