Dýralæknir verður vegamálastjóri

Eitt af því sem er talið nýjum forstjóra Vegagerðarinnar til tekna er reynsla af rekstri. Ekki er vikið að því hvernig sá rekstur hefur gengið.

Bergþóra Þorkelsdóttir, dýralæknir og nú vegamálastjóri, var forstjóri Líflands. Þar var hún látin taka pokann sinn. Síðar fékk hún vinnu í Fastus sem er meðalstórt fyrirtæki sem selur kokkahúfur og annað fyrir veitingabransann. Eigandi er Guðbjörg Matthíasdóttir. Þar dugði hún ágætlega og var gerð að  forstjóra Íslensk-ameríska sem Guðbjörg á líka. Það er stórt og umsvifamikið fyrirtæki. Ekki entist hún lengi þar og var sagt upp. Tapið 2017, 300 milljónir. 

Þess vegna vantaði hana vinnu og þá lá auðvitað beinast við að sækja um Vegagerðina enda nýbúið að skipa landlækni og það starf  ekki á lausu.

Nánar á www.eirikurjonsson.is