Drífa fer mögulega fram

Drífa Snæ­dal, fram­kvæmda­stjóri Starfs­greina­sam­bands­ins, úti­lok­ar ekki að bjóða sig fram til for­mennsku í Alþýðusam­band­inu. Í sam­tali við mbl.is seg­ist hún ekki hafa tekið neina ákvörðun en hún hugsi nú málið.

Í frétt Mbl.is segir að nafn Drífu sé eitt þeirra hef­ur komið upp í umræðunni um arf­taka Gylfa Arn­björns­son­ar í embætti for­seta. Einnig var Aðal­steinn Á. Bald­urs­son­ar, for­maður Fram­sýn­ar á Húsa­vík nefndur til sögunnar en hann lætur mikið að sér kveðja jafnan í umræðunni og hefur slegist í lið með formanni VR og Eflingar þar sem róttækra breytinga innan hreyfingarinnar er krafist. Aðalsteinn hefur þó ekki ætla fram. Það hefur hins vegar Stefán Mar Al­berts­son, fram­kvæmda­stjóri AFLs starfs­greina­fé­lags. Sólveig Anna Jónsdóttir nýr formaður Eflingar mun ekki fara fram.

Drífa segir marga hafa komið að máli við sig bæði inn­an Starfs­greina­sam­bands­ins og víðar úr hreyf­ing­unni. Í samtali við Mbl. segir hún: „Ég reikna ekki með að taka neina ákvörðun fyrr en í haust,“ seg­ir Drífa en kosið verður um formann á þingi ASÍ í októ­ber.