Dómurinn frá 1980 „réttarhneyksli“

Ruv.is fjallar um

Dómurinn frá 1980 „réttarhneyksli“

Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari í málinu segir að í báðum málum hafi játningar verið einu sönnunargögnin sem liggi fyrir í meginatriðum. Ekki hefði komið til sakfellinga án játninga, það liggi fyrir. Davíð segir heimild vera til endurupptöku ef sönnunargögn voru rangt metin og að það hefði haft áhrif á niðurstöðu máls. Kjarninn í niðurstöðu endurupptökunefndar hafi verið að líkur væru á því að sönnunargögn hefðu verið rangt metin og hafi haft áhrif á niðurstöðu mála. 

Meðal annars var bent á að sýnt hafi verið fram á skaðleg áhrif langrar einangrunar á fólk en sakborningar í málinu voru allt að tvö ár í einangrun. Í dag er miðað við að allt umfram 15 daga sé hættulegt. Fram kom einnig að brotið var gegn sakborningum á öllum stigum dómskerfisins, verst á Sævari Ciesielski, sem jafnframt fékk lengstan dóm, 17 ár. 

Nánar á

http://www.ruv.is/frett/domurinn-fra-1980-rettarhneyksli

 

Nýjast