Domino’s hagnaðist um tæplega hálfan milljarð – seldu pizzur fyrir 5,8 milljarða

Móðurfélag Domino’s á Íslandi, Pizza-Pizza ehf., hagnaðist um 456 milljónir króna á síðasta rekstrarári. Árið áður hagnaðist félagið um rúmlega  2,2 milljarða króna. Afkoma grunnrekstursins var þó svipuð í fyrra og rekstrarárið 2017, þar sem stór hluti hagnaðar síðasta árs kom til vegna sölu eigna til Domino‘s í Bretlandi.

Viðskiptablaðið greinir frá. Þar segir að velta félagsins hafi numið 5,8 milljörðum króna á síðasta rekstrarári. Þá námu eignir 1,3 milljörðum króna og eigið fé 703 milljónum króna.