Dökk skýrsla og umdeilt frumvarp

Þorsteinn Víglundsson húsnæðis og félagsmálaráherra mætir á Þjóðbraut í kvöld til Sölva og ræðir meðal annars atvinnuþátttöku flóttamanna. Einnig verða húsnæðismálin rædd en ný skýrsla um húsnæðismarkaðinn sem greiningardeild Arion banka gaf út er dökk.  

Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá bankanum segir betur frá þeim veruleika sem blasir við á fasteignamarkaði.

Kjaramálin – það er verið að tala um að jafnvel núna, um næstu mánaðarmót að samningar verði lausir. Forsendur þeirra eru brostnar eins og staðan er núna, segir forseti ASí og fleiri.  Ein forsendan eru launahækkanir annarra hópa á vinnumarkaði og hefur verið rætt um að hækkun kjararáðs á launum þingmanna setji vinnumarkaðinn í uppnám. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og Óli Björn Kárason, þingmaður takast á um frumvarp Pírata um ákvörðun kjararáðs og að hún verði dregin til baka.