Dimmt yfir davíð: „allt er þetta þyngra en tár­um tek­ur“

Davíð Oddsson heldur enn og aftur áfram að gagnrýna eigin flokk, Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins. Sakar hann Sjálfstæðismenn um að svíkja sjálfan sig og flokkinn sjálfan. Telur Davíð að þeir sem greiði atkvæði með þriðja orkupakkanum muni líklega aðeins halda sér á floti í fáeinar vikur. Það er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er klofinn, helmingur af fylginu farinn og minnkar með hverri mælingu og hefur allt átt sér stað á 90 ára afmælisárinu. Svo vitnað sé í Dagfara hér á Hringbraut, pistilinn um dauða Sjálfstæðisflokksins má lesa hér:

„Nú, á 90 ára afmælisárinu, bregður hins vegar svo við að forpokaðasti íhaldshópurinn í flokknum, undir forystu fyrrverandi formanns flokksins, hamast af slíkri heift og offorsi á hinum frjálslyndari hlutanum að sá er að hrekjast frá flokknum. Ekki aðeins að ganga úr flokknum, heldur hættur að kjósa hann í kosningum.“

Nú þegar tveir dagar eru í að nánast öruggt sé að orkupakkinn verði samþykktur á þingi gerir Davíð lokatilraun til að tala um fyrir þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Segir Davíð að Ísland færist sífelt nær því að ganga í ESB og svikist hafi verið um að afturkalla aðildarumsóknina. Þess í stað hafi stjórnvöld svikið loforð um að virða um­hverfi ís­lensks land­búnaðar án þess að spyrja þjóðina og nú sé verið að brjóta stjórnarskrána með því að færa eina meg­in­auðlind lands­ins, orkuna undir endanlegt boðvald ESB. Það skal tekið fram að sérfræðingar hafa hrakið allar þessar fullyrðingar Davíðs, Sigmundar Davíðs og fleiri sem hafa mótmælt því að orkupakkinn verði samþykktur. Davíð líkt og Sigmundur hefur ekki tekið mark á því og segir að þá sé sjávarútvegurinn næstur.

Þá segir Davíð á öðrum stað:

„Það er for­vitni­legt að lesa hvernig snill­ing­ur­inn A.E. Pritchard lýs­ir Evr­ópu­sam­band­inu og lítt sýni­legri snert­ingu þess við lýðræðið sem það á svo grát­lega litla sam­leið með. Ekki er þó lík­legt að þeir sem eru að svíkja sjálfa sig, flokk­inn sinn og mik­inn meiri­hluta hans þessa dag­ana muni hafa fyr­ir því.

En kannski munu þeir láta launaða spuna­meist­ara, launaða af rík­inu, taka sam­an fyr­ir sig talpunkta, ein­ung­is til út­úr­snún­inga, til að halda sér á floti í fá­ein­ar vik­ur.“ Davíð segir svo að lokum:

„Allt er þetta þyngra en tár­um tek­ur. Trú­verðug­leik­inn fer og þar með flest. Það kenn­ir Icesave.“