Deilur í fjölskyldufyrirtæki engeyinga

Fyrrverandi framkvæmdastjóri fjölskyldufyrirtækis Engeyjarfjölskyldunnar, Alfa hf., er að reyna að selja hlutabréf sín í dótturfélagi Alfa hf., rútufyrirtækinu   Kynnisferðum, eftir að honum var sagt upp störfum í ágúst í fyrra.  Kynnisferðir er stærsta rútufyrirtæki Íslands og hefur rekstur þess gengið vel flest síðastliðin ár vegna þess uppgangs sem verið hefur í íslenskri ferðaþjónustu. Jón Gunnsteinn hefur síðastliðið ár viljað selja hlutabréf sín í móðurfélaginu, Alfa hf., til annarra hluthafa Alfa en án árangurs. Þetta herma heimildir Stundarinnar.

Kynnisferðir eru í eigu Einars og Benedikts Sveinssona og fjölskyldumeðlima þeirra að stóru leyti. Öll börn þeirra Einars og Benedikts, nema Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, eiga til dæmis hlutabréf í Alfa.