Davíð er ekki hrifinn af styttingu vinnuvikunnar

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, er ekki hrifinn af hugmyndum BSRB um styttingu vinnuvikunnar. Líkt og Eyjan greindi frá í vikunni kemur fram í skýrslu sem Anna Soffía Víkingsdóttir og Arnar Þór Jóhannesson hjá Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri unnu fyrir BSRB að stytting vinnuvikunnar hafi almennt haft jákvæð áhrif á líkamlega og andlega líðan starfsmanna, gerir starf á vinnustöðum markvissara og dregur úr veikindum. Ekkert í skýrslunni bendir til þess að einhver neikvæð áhrif séu af styttingu vinnuvikunnar.

Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins, sem er að öllum líkindum skrifað af Davíð, segir að það sé furðulegt að stytting vinnuvikunnar hafi ekki verið gerð fyrir löngu fyrst það sé svona jákvætt.

Nánar á

http://eyjan.dv.is/eyjan/2018/10/20/david-er-ekki-hrifinn-af-styttingu-vinnuvikunnar/