Dagur minnist jónu halldóru á hjartnæman hátt: „engill­inn á hjól­inu og lykt af ljósu teppi"

Jóna Hall­dóra Bjarna­dótt­ir frá Hóli í Bol­ung­ar­vík fædd­ist 1921. Hún lést á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Drop­laug­ar­stöðum 9. októ­ber 2019. Jóna Halldóra var amma Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Greint er frá andláti Jónu Halldóru í Morgunblaðinu í dag. Dagur minnist ömmu sinnar á ákaflega fallegan og hjartnæman hátt í Morgunblaðinu.

\"\"

Jóna átti 11 systkini en foreldrar hennar voru Krist­ín Ingi­mund­ar­dótt­ir og Bjarni Bárðar­son. Árið 1946 gift­ist hún Jóni Hjaltalín Gunn­laugs­syni lækni. Jón lést árið 1988.

Jóna ólst upp við söng og tónlist. Hún lærði snemma á org­el í Bol­ung­ar­vík. Hún lærði óperu­söng hjá Sig­urði Birk­is og Sig­urði Demetz og söng með í kirkju­kór­um, Þjóðleik­hús­kórn­um og Fíl­harm­ón­íu­kórn­um.

Hún lauk þriggja ára námi í Guðspeki-Heil­un­ar­skól­an­um 1998, og fram­halds­námi í Guðspeki-Heil­un­ar­skól­an­um árið 2000. Árið 1998 var hún gerð að heiðurs­fé­laga í höfuðstöðvum Guðspeki­sam­tak­anna.

Dagur B. Eggertsson, barnabarn Jónu skrifar minningargrein í Morgunblaðið í dag. Þar segir Dagur:

„Elsku amma Jóna er lát­in, 97 ára að aldri. Hún var frá Hóli í Bol­ung­ar­vík og var stolt af upp­run­an­um. Amma var ann­ars hóg­vær­asta og um­tals­besta kona sem ég hef kynnst og ein­stök fyr­ir­mynd. Hún var trúuð og and­lega sinnuð. Þessi sterka trú á hið góða gerði að verk­um að hún reyndi að rækta það upp í öll­um í kring­um sig.

Amma reyndi ým­is­legt á langri ævi en var langt á und­an sinni samtíð að svo mörgu leyti. Æsku­vin­ir mín­ir í Árbæn­um kölluðu hana „ömm­una á hjól­inu“. Full­orðin kona sem ég hitti í búðinni kallaði hana hins veg­ar „engil­inn á hjól­inu“ og það var betri lýs­ing.

Amma var iðulega hvít­klædd og silfrað hárið sveiflaðist í vind­in­um þegar hún sveif eft­ir Rofa­bæn­um. Þannig fór hún allra sinna ferða fram yfir átt­ræðis­ald­ur.

Lykt af ljósu teppi. Er ekki furðulegt að heil­inn bjóði upp á svona kúnst­ir þegar ég bið hann um jafn hvers­dags­leg­an hlut og að rifja upp minn­ing­ar um kynni mín af ömmu Jónu? Ljósa teppið í Hraun­bæn­um. Amma hafði fengið mig til að vera full­trúi sinn í viðgerðart­eym­inu í blokk­inni. Frá­bært sum­ar. Komst ekki að því fyrr en kom­inn var ág­úst að amma laumaðist til að hjóla niður í Miklag­arð sem nú geng­ur und­ir nafn­inu Holtag­arðar alla leið úr Hraun­bæn­um, til að fá nógu ferskt græn­meti með há­deg­is­matn­um sem var alltaf til reiðu. Hálf­tímapása. Kannski þrjú kort­er því ég náði alltaf að leggja mig á ljósa tepp­inu í stof­unni. Sofnaði á mag­an­um. Á melt­unni. Hef lík­lega aldrei borðað jafn heilsu­sam­lega nokk­urn tím­ann á æv­inni og þetta sum­ar. Kvölds og morgna, og alltaf með ömmu.

„Fáðu þér meira, Dag­ur minn. Þér veit­ir ekki af því.“

Og svo bar hún hönd­ina upp að and­lit­inu á meðan hún skellti upp úr.

Í her­berg­inu henn­ar ömmu voru mynd­ir af jóg­an­um henn­ar, Ind­verj­an­um með langa nafn­inu, Maharis­hi Mahesh Yogi. Amma gat rúllað sér auðveld­lega upp á herðablöðin og hafði betra jafn­vægi en annað fólk eft­ir ára­langa þjálf­un. Hún upp­götvaði þenn­an yoga löngu áður en Bítl­arn­ir gerðu það og var langt á und­an sinni samtíð í hug­leiðslu og hreyf­ingu, að ekki sé talað um mataræðið.

Amma var lík­lega ein fyrsta græn­met­isæt­an í Reykja­vík. Hún ráðlagði okk­ur að klippa ekki hárið held­ur safna því. Við bræðurn­ir vor­um helst á því að hún vildi að við vær­um eins og Jesús. Og þannig fannst okk­ur amma vera. Ein­hvers kon­ar Jesús – full af vænt­umþykju og hlýju og ban­ana­brauði.

Ég hafði kynnst ömmu fyr­ir al­vöru þegar við þvæld­umst sam­an um Kan­ada og Banda­rík­in þegar ég var fimmtán ára. Amma sagði mér líka frá fólk­inu sínu og upp­vext­in­um fyr­ir vest­an. Hvernig kon­urn­ar grétu en íhalds­menn­irn­ir sturluðust þegar Hanni­bal Valdi­mars­son hélt fundi í Bol­ung­ar­vík.

Hún sagði mér stolt frá af­rek­um föður síns, Bjarna sterka Bárðar­son­ar. Og hún sagði mér frá afa. Hvernig þau hefðu kynnst þegar hún var í síld, og hvernig þau höfðu dansað, því afi var góður dans­ari, sagði hún.

Amma kvaddi södd ævi­daga en verður sárt saknað af öll­um sem henni kynnt­ust. Blessuð sé minn­ing ömmu Jónu.

Útför henn­ar fer fram frá Guðríðar­kirkju í Grafar­holti í dag, 21. októ­ber 2019, klukk­an 15.