Dagur gefur lítið fyrir ólgu í borgarpólitíkinni

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gefur ekki mikið fyrir þá ólgu sem hefur verið í borgarpólitíkinni í sumar. Þetta sagði Dagur í Morgunútgáfu Rásar 1 í dag en strax á fyrsta fundi borgarstjórnar í júní bárust ásakanir frá minnihlutanum um trúnaðarbrest meirihlutans og starfsmanna borgarinnar sem síðar var beðist afsökunar á.

Eftir það hafa verið til umræðu mál sem varða dóm Héraðsdóms Reykjavík þar sem áminning á hendur fjármálastjóra borgarinnar var felld úr gildi, brot borgarinnar á jafnréttislögum við ráðningu á borgarlögmanni og ásakanir umdónaskap og einelti.

Nánar á

http://www.visir.is/g/2018180909648/dagur-gefur-litid-fyrir-olgu-i-borgarpolitikinni