Dag­bæk­ur Ólafs Ragn­ars varpa ljósi á Ices­a­ve

Mbl.is fjallar um

Dag­bæk­ur Ólafs Ragn­ars varpa ljósi á Ices­a­ve

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, fyrr­ver­andi for­seti Íslands, seg­ir að dag­bæk­ur og minn­is­bæk­ur sem hann hélt í for­setatíð sinni, og hef­ur nú af­hent Þjóðskjala­safni, muni meðal ann­ars varpa ljósi á það af hverju hann tók ákvörðun um að synja Ices­a­ve-frum­varp­inu staðfest­ing­ar á sín­um tíma. Þetta kom fram í þætt­in­um Með Loga sem sýnd­ur er í Sjón­varpi Sím­ans í kvöld.

Ólaf­ur sagðist hafa haldið dag­bæk­ur frá því hann var í mennta­skóla og hann hefði haldið dag­bók­ar­skrif­um sín­um áfram eft­ir að hann varð for­seti. Bæk­urn­ar hafi hann all­ar geymt ásamt minn­is­færsl­um. Sagði hann þess­ar bæk­ur geyma frá­sagn­ir af öll­um helstu sam­töl­um sem hann átti, bæði við ráðamenn þjóðar­inn­ar og er­lenda ráðamenn, á meðan hann var for­seti.

Nánar á

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/09/20/dagbaekur_olafs_varpa_ljosi_a_icesave/

 

 

Nýjast