Dabbi kóngur – eftirlaunakóngur

Fram hefur komið í fjölmiðlum nú um helgina að Davíð Oddsson sé með eftirlaun frá ríkinu vegna ráðherraferils síns og þingmennsku upp á kr. 1.600.000 á mánuði. Þessi staðreynd hefur algerlega gengið fram af hinum annars orðvara og fámála þingmanni Pírata, Birni Leví, en hann talar um að þetta sé „ógeðslegt“. Minnir helst á orð Styrmis Gunnarssonar þegar hann lýsti því valdakerfi sem hann var hluti af í áratugi.

 

Í tekjublaði Frjálsar verslunar sem gefið var út í fyrrsumar kom fram að tekjur Davíðs Oddssonar hafi numið kr 5.7 milljónum á mánuði árið 2017. Miðað við þessar upplýsingar um eftirlaun hans fyrir ráðherrferilinn og þingstörf í 14 ár, má gera ráð fyrir að eftirlaun Davíðs skiptist nokkurn veginn svona: Vegna ráðherrastarfa og þingsetu 1.6 m kr á mánuði, vegna starfa sem beorgarstjóri í 9 ár 1.0 m kr á mánuði, vegna veru í Seðlabanka Íslands í 4 ár 0.5 m kr á mánuði og vegna starfa á Morgunblaði og víðar 0.6 m kr. á mánuði. Eftirlaun alls þannig áætluð 3.7 m kr á mánuði. Laun hans sem ritstjóri Morgunblaðsins væru samkvæmt þessu um 2 milljónir á mánuði. Alls 5.7 milljónir króna á mánuði.

 

Árið 2003 lét Davíð breyta lögum um eftirlaun ráðherra sér og öðrum ráðherrum mjög í hag. Það var mjög umdeilt á sínum tíma en stutt af forystumönnum allra flokka.

 

Sumir kunna að nota valdatímann til að koma ár sinni vel fyrir borð.