Com­cast býður 30 milljarða punda í sky

Sjón­varps­risinn Com­cast virðist ætla að hafa betur í bar­áttunni við fjöl­miðla­veldi Ruperts Mur­doch, 21st Century Fox, um evrópska fjöl­miðla­fyrir­tækið Sky. Com­cast hefur boðið yfir 30 milljarða punda í Sky, jafnvirði um 4.339 milljarða króna.

Í frétt BBC segir að boð Com­cast sé 17,28 pund á hlut en Fox bauð 24,5 milljarða punda í sumar á verðinu 15,67 pund á hlut. Um er að ræða 61 prósent hlut í Sky. 

For­svars­menn Com­cast virðast vera farnir að fagna en þeir sögðu daginn í dag vera frá­bæran fyrir fyrir­tækið. Við­búið er að Sky taki til­boðinu enda sé út­koman nokkuð góð frá fyrri boðum.

Nánar á

https://www.frettabladid.is/markadurinn/comcast-bur-30-milljara-punda-i-sky