Varðveita skal árangur

Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir í viðtali við RÚV að ekki komi til greina opinberi markaðurinn leiði launahækkanir líkt og í síðustu kjarasamningum.

Líta þurfi til annarra þátta en launahækkanna við gerð næstu kjarasamninga. Til dæmis aukinnar framleiðni sem geti skilað sér í styttri vinnuviku eða rýmra orlofi.  

Kaupmáttur hérlendis hefur aukist mikið á undanförnum þremur árum sem allir launþegar hafa fundið fyrir. Við verðum að varðveita þann árangur og ekki stefna honum í voða sagði Ólafur í viðtalinu við RÚV.

Frekar á að tala um annars konar lífsgæði heldur en endilega launahækkanir í næstu samningum bætti Ólafur við.

 

[email protected]