Nú er það ástin, drekinn og DAUÐINN

BÆKUR:

Nú er það ástin, drekinn og DAUÐINN

Okkur er gjarnt að umgangast dauðann eins og vandræðalegir kjánar í kringum orðinn hlut. Fæst okkar þekkja þessi endimörk lífsins, þótt það sé auðvitað svo að ekkert sé öruggara í lífinu en dauðinn sjálfur. Rithöfundurinn Vilborg Davíðsdóttir hefur nú sent frá sér bókina Ástin, drekinn og dauðinn sem fjallar um lífsbaráttu eiginmanns hennar, Björgvins Ingimarssonar sem þau háðu saman um sjö ára skeið, allt þar til yfir lauk fyrir tveimur árum. Bókin er nístandi fögur og fjallar á svo elskulegan hátt um helstu og æðstu kenndir lífsins að lesandinn kemst á tíðum við án þess þó að fyllast væmni eða velgjutilfinningu. Þar er ritlist Vilborgar komin.

Nýjast