Kvennaboltinn og Meg Rapinoe

Kvennaboltinn og Meg Rapinoe

Eiginlega hefur verið stórkostlegt að horfa á heimsmeistaramót kvenna í fótbolta á þessu sumri. Mín vegna má RÚV hækka útvarpsgjaldið til að borga fyrir það. Meg Rapinoe, fyrirliði bandarísku kvennanna sem urðu heimsmeistarar í dag, er sannur leiðtogi sem stendur með sjálfri sér. Hún er samkynhneigð, drullar af innblásnum þrótti yfir spillta elítu Fifa, og neitar að þiggja boð Trumps forseta sem einsog vanalega reynir að klína sér yfir alla sigurvegara.

Gagnrýni hans svaraði hún með því að verða valin leikmaður mótsins, hreppa Gullskóinn og verða heimsmeistari í annað eða þriðja sinn. Svona konur eru fyrirmyndir. Annars er merkilegt að fyrir utan að konur virðast leika mýkri knattspyrnu og ekki jafn ofbeldisfulla og kallarnir þá eru flestar þeirra á vitsmunalegu stigi sem gerir þeim kleift að tjá sig án þess að það virðist samhengislaust rugl.

Að því leytinu standa þær skör hærra en jafnvel stjórnmálastéttin á Íslandi...

Nýjast