Lífeyrissparnaður á Íslandi yfir 150% af landsframleiðslu

Lífeyrissparnaður á Íslandi yfir 150% af landsframleiðslu

Færa má rök fyrir því að skynsamlegra og réttlátara gæti verið að styrkja gegnumstreymiskerfið (almannatryggingar) nú frekar en að auka vægi sjóðsöfnunar í lífeyriskerfinu; beina sem sagt hluta fyrirsjáanlegs vaxtar lífeyrissjóðakerfisins inn í gegnumstreymiskerfið. Þetta segir Gylfi Magússon dósent við HÍ. 

Uppsafnaður lífeyrissparnaður (eignir lífeyrissjóða og annarra vörsluaðila séreignarsparnaðar) á Íslandi er mikill í alþjóðlegum samanburði. Ef samanlagður lífeyrissparnaður í löndum OECD er borinn saman við landsframleiðslu er Ísland í fjórða sæti á eftir Danmörku, Hollandi og Kanada. Lífeyrissparnaður óx hraðar en landsframleiðsla á árunum 2006 til 2016 í flestum löndum OECD og fór á Íslandi úr 130% í 151% af landsframleiðslu.

Í lok des­em­ber námu inn­lendar eignir líf­eyr­is­sjóða 2.931 millj­örðum króna, en heild­ar­eignir voru þá komnar í tæp­lega 3.900 millj­arða króna. Þar af voru inn­lán í inn­lendum inn­láns­stofn­unum 150 millj­arðar króna og inn­lend útlán og mark­aðs­verð­bréf 2.656 millj­arðar króna. Í fyrra juk­ust útlán líf­eyr­is­sjóða til sjóð­fé­laga um 139 millj­arðar króna, sam­kvæmt nýjum hag­tölum Seðla­banka Íslands, en það er aukn­ing um 57 pró­sent frá fyrra ári.

Nýjast