Gervigreindartæknin

Gervigreindartæknin

Gervigreindartæknin er að ryðja sér til rúms og áætlað að árið 2020 verði um 70% allra fyrirtækja búin að taka gervigreind í sína þjónustu með einum eða öðrum hætti. Scott Soutter, vörustjóri PowerAI hjá IBM heldur erindi í dag á morgunverðarfundi Origo þar sem hann fjallar um áhugaverða notkunarmöguleika gervigreindar. Með „deep learning“ gervigreind megi ná 97-98% nákvæmni í verkefnum þar sem venjuleg forritun myndi varla skila 60% nákvæmni. Gervigreind getur gert okkur mögulegt að þýða tungumál í rauntíma, eða sjá hvort tónn og tjáningarmáti viðskiptavinar bendir til að hann sé ánægður eða óánægður. Í ferðaþjónustu nýtist gervigreind m.a. við að spá um hegðun ferðamanna með því að skima umfjöllun á samfélagsmiðlum og fréttamiðlum til að sjá hvað fólki er hugleikið.

 

Nýjast