Bankarnir veðsetja bestu lánin

Bankarnir veðsetja bestu lánin

Íslensku bankarnir, Arion Banki, Íslandsbanki og Landsbankinn hafa nú gefið út sértryggð skuldabréf fyrir mörg hundruð milljarða króna. Tilgangur sértryggðra skuldabréfa er í megindráttum að fjármagna ný fasteignaveðlán til viðskiptavina sinna. Sértryggð skuldabréf sem eru gefin út af bönkunum eru tryggð með veði í fasteignalánum bankana og eru fjárfestar með forgangskröfu á þessar eignir komi til gjaldþrots bankans.

Eins og Frosti Sigurjónsson hefur bent á ef það verður áhlaup á bankana er ekki ólíklegt að ríkissjóður stöðvi áhlaupið með því að lýsa yfir ríkisábyrgð á innstæðum. Á meðan innlánsstofnunum er falið að búa til peningana sem hagkerfið reiðir sig algerlega á mega þær aldrei verða gjaldþrota. Það er því ljóst að svo lengi sem bönkum er heimilt að búa til peninga í formi innlána munu innlán þeirra óhjákvæmilega njóta ríkisábyrgðar.

Finnst FME eðlilegt að bankarnir geti veðsett bestu eignir sínar?

Nýjast