Aðskilnaður viðskipta- og fjárfestingabanka

Aðskilnaður viðskipta- og fjárfestingabanka

Nánast all­ir pen­ing­ar í fjár­mála­kerf­inu eru geymd­ir inni í viðskipta­bönk­um og séu þar með með beina eða óbeina ábyrgð skatt­greiðenda. Á sama tíma geti bank­inn stundað áhættu­sam­an banka­rekst­ur eins og verðbréfamiðlun, eig­in viðskipti og fyr­ir­tækjaráðgjöf. Þessi tvö form eiga ekki heima sam­an og aðskilja eigi að viðskipta- og fjár­fest­ing­ar­banka­starf­semi.

Stór­ir viðskipta­bank­ar myndu líka fá hærri láns­hæfis­ein­kunn vegna þess að það sé ekki mik­il áhætta til staðar og það ætti alltaf að leiða til minni kostnaðar fyr­ir bank­ana, auk þess sem aðskilnaður myndi draga úr áhættu fyr­ir skatt­greiðend­ur og ríkið sem ekki muni vera í ábyrgð fyr­ir áhættu­fjár­fest­ing­ar. Þetta myndi einnig minnka hags­muna­tengsl og ýta und­ir óháða ráðgjöf sem fyr­ir­tæki og fjár­fest­ar vilji frek­ar sækja í.

Í haust verða 10 ár frá hruni- ætlum við að læra af sögunni og gera breytingar á bankakerfinu?

Nýjast