Geir Þorsteinsson gefur ekki kost á sér til endurkjörs.

Róbert Trausti Árnason

Geir Þorsteinsson gefur ekki kost á sér til endurkjörs.

Geir Þorsteinsson gefur ekki kost á sér til endurkjörs sem formaður Knattspyrnusambands Ísland (KSÍ). Það er hans ákvörðun. Ímynd Íslands er áfram í brennidepli eftir afrek íslensks íþróttafólks á undanförnum misserum til dæmis í golfi og fótbolta. Það er fóboltanum að þakka að Íslendingar hafa aftur orðið meðvitaðir um hversu mikilvæg auðlind ímynd Íslendinga og Íslands á alþjóðavettvangi er. Íslendingar geta ekki gengið að jákvæðri ímynd þjóðarinna og landsins sem sjálfsögðum hlut. Það kenndi bankakrakkið Íslendingum árið 2008. Það kenndu útrásarvíkingarnir og klappstýrur þeirra Íslendingum. Árið 2016 fengu Íslendingar og Ísland uppreist æru. Þökk sé íslenska íþróttafólkinu. Að byggja upp jákvæða og sterka ímynd kallar á þrotlausa vinnu og útsjónasemi. Og ríka þolinmæði. Því skal ekki gleyma. Alþekktar og ýktar staðalmyndir af fornmönnum geta jafnvel verið til nokkurs gagns og vænn skammtur af gorgeir og óskammfeilni úr munni lygara eru vissulega skemmtilegur í skálaræðum í útlöndum. Íslendingar vilja umfram allt hafa þá ímynd að hér búi við velmegun og jöfnuð velmenntuð og víðsýn þjóð sem með öðru státar af öflugu íþróttafólki. Fótboltin reddaði okkur öllum og gerir árið 2016 minnisstætt

Nýjast