Vildi skjóta Stúf með haglabyssu

Vildi skjóta Stúf með haglabyssu

Þetta er fyrirsögn að jólafrétt í Fréttablaðinu frá ansi mörgum árum síðan og ég set hana á ísskápinn hver jól enda stórkostlega fyndin. Ég stel henni. Hún er ekki merkt neinum blaðamanni svo ég læt vaða. 

Fréttin er svona:

„Deilumálum og kvörtunum vegna jólaskreytinga utanhúss fer sífellt fjölgandi enda skrautið alltaf að færast í vöxt“, segir Sigurður Helgi Guðjónsson lögmaður Húseigendafélagsins, sem er upptekinn þessa dagana við að leysa úr síkum álitamálum.

Deilur í fjölbýlishúsum snúast yfirleitt hversu mikið skuli skreyta eða hvort alls ekki eigi að skreyta. Taki meirhuti íbúa í fjölbýlishúsi ákvörðunum um dýrar og viðamiklar skreytingar verða allir að borga jafnt, hvort sem þeir eru samþykkir skreytingunum eða ekki.

Í einbýlishúsum ná hins vegar deilurnar yfir lóðarmörk þar sem nágrannar telja sig verða fyrir óþægindum af skreytingum í nágrenninu: „Sum einbýlishús og lóðir standa hreinlega í ljósum lokum í desember. Ekki er nóg að ljósadýrðin sé mikil heldu planta menn alls kyns uppljómuðum fígúrum í garða sína, hreindýrum, vitringum guðmæðrum og jafnvel heilu og hálfu fjárhúsunum“, segir Sigðurður Helgi. „Verst er þó þegar húseigendur tengja hljóð við fígúrurnar og jólasveinarnir fara að hóa og hreindýrin að baula.

Þá hefur verið kvartað yfir vélbúnaði sem tengdur hefur verið við fígúrur sem þessar þannig að þær geifla sig afkáralega og hreyfast með spastískum hætti. Einn skjólstæðinga minna vildi fá að vita hvort hann mætti skjóta Stúf með haglabyssu en Stúfur hafði þá skotist upp uppljómaður og skrækjandi upp úr reykhaf hágranna hans á aðra viku.

Ég taldi það ekki ráðlegt“, segir Sigurður Helgi Guðjónsson hjá Húseigendafélaginu. 

Nýjast