Þunn stjórn

Þunn stjórn

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG hefur fengið umboð forseta Íslands til að leita leiða  til að mynda nýja ríkisstjórn. Þess var óskað af vinstri vængnum að hún leiddi nýja ríkissjórn eftir kosningarnar í fyrra.

Verður þetta að veruleika hvað sem það kostar?  

Ef Samfylking, Framsókn og Píratar verða með í stjórn VG og sitja í 4 ár – halda pólitískum stöðugleika – þá verður 4ra flokka stjórn án efa að sammælast um afar fá og skýr mál. Hún gerir ekki margt, heldur fátt en þá í sátt. ESB þjóðaratkvæðagreiðsla og breyting á stjórnarskránni verða þá að bíða. Í heil 4 ár. Stór mál fyrir suma flokkanna umræddu.

Atvinnulífið og vinnumarkaðurinn í heild reiðir sig á stöðuga stjórn. Með eins manns meirihluta á þingi þarf heldur betur að vera sameiginlegur skilningur á íslensku samfélagi og flokkarnir verða að gefa afslátt sem aldrei fyrr.

Verður slík stjórn til, með þunnan prófíl sem mun skila fáum málum vegna allra þeirra málamiðlana sem þarf? Stjórn sem þó heldur?

Nýjast