Svartar Airbnb íbúðir

Svartar Airbnb íbúðir

Mikið hefur verið um að vera vegna myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Það er þá sem ýmsar merkilegar fréttir falla í skuggann og vekja minni athygli en annars. 

Ný greining Íbúðalánasjóð er sláandi. Hún sýnir að mörg hundruð Airbnb íbúða í Reykjavík eru einungis skráðar sem heimagisting þegar þær ættu að falla undir atvinnustarfsemi. Þeir sem leigja þær út hafa eingöngu skráð sig á þar til gerða vefsíðu sýslumanns og hafa engin tilskilin leyfi eins og leiga í atvinnustarfsemi krefst, s.s. frá byggingarfulltrúa eða heilbrigðiseftirliti. Þetta eru um 1500 íbúðir sem eru rangt skráðar.

Borgin verður af næstu milljarði vegna þessa og leigjendur í borginni finna sér ekki samastað.

Ef þessar 1500 íbúðir væru rétt skráðar sem atvinnustarfsemi myndi einhverjum ekki þykja borga sig að standa í útleigu til ferðamanna. Leyfi til atvinnustarfsemi og fasteignagjöld vegna hennar er nefnilega mun kostnaðarsamara en eingöngu heimagisting.  

Svarti markaðurinn í ferðaþjónustunni er greinilega til en hver ætlar að uppræta hann?

Nýjast