Forljótar feminískar flíkur frá Dior

Forljótar feminískar flíkur frá Dior

Það urðu tímamót í tískuheiminum þegar Maria Grazia Chiuri tók við hinu 70 ára gamla tískuhúsi Christian Dior í fyrra. Hið fyrsta sem hún gerði var að stökkva á bylgju feminismans sem var að verða öflugasta hreyfiaflið í tísku og skemmtanabransanum og birtist í #metoo og #timesup umræðunni.

Á tískupöllunum gengu fyrirsætur um í stuttermabolum með yfirlýsingu um að allir ættu að vera kvenréttindasinnar eða „We Should All Be Feminists“. Maria fékk líka frægt fólk til að klæðast bolunum.

Maria kom þannig með tvöföldum krafti inn í stærsta tískuveldi heims.

Þess vegna er miður að sjá afraksturinn á tískuvikunni í París 2018 sem sett var af Dior. Myndirnar hér að neðan tala sínu máli en tískulínan er ákall til klæðaburðar byltingarársins 1968 í Frakklandi þegar fólk „klæddist skoðunum sínum“, eins og María orðar það í viðtölum.

Var línunni klambrað saman í einhverjum tímaskorti til að ná í tíma? Hinn nýji stjórnandi virðist hafa látið sjóða saman eins ljótum flíkum úr bútasaum og mögulegt er. Saman með svartri alpahúfum á stemmningin líklega að kvikna. Eina sem kviknar þó í raun eru grunsemdir um að tískurisarnir séu í dag betur áttaðir í markaðssetningu en raunverulegri listsköpun og hönnun.

 

 

 

 

 

 

Nýjast