Fréttir

Íslenskir neytendur fái fullan aðgang að netverslun – „Mikil réttarbót fyrir okkur Íslendinga“

Síðastliðið haust samþykkti Evrópusambandið reglugerð sem gerir seljendum vöru og þjónustu á netinu skylt að veita öllum neytendum rétt til viðskipta á Evrópska efnahagssvæðinu. Reglugerðin tók gildi gildi í desember síðastliðnum en áður en reglurnar taka gildi hér á landi þarf að innleiða þær inn í EES-samninginn.

Óttast fleiri E. coli sýkingar - Þórólfur: „Enginn svona veikur eins og þessi börn“

Grunur leikur á að fleiri séu smitaðir af E. coli bakteríunni, en á dögunum var greint frá því að fjögur börn hefðu smitast. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Morgunblaðið í dag. Í alvarlegum tilfellum getur smit valdið nýrnabilun og blóðleysi.

Ógeðfelld einangrunarhyggja rík Íslendingum: Sannfærðir um stórfelld áform um samsæri á hendur sér

„Ég átti lausa stund og rölti um fallega miðbæinn og naut veðurblíðunnar, settist svo á útikaffihús og fékk mér bjórglas, fylgdist með mannlífinu. Hjá mér sat náungi á svipuðu reki og ég – annars var þetta mestmegnis ungt fólk.“

Össur: Konan sem neitar að hitta forsetann og drullar af innblásnum þrótti yfir spillta elítu

„Svona konur eru fyrirmyndir,“ segir Össur Skarphéðinsson í pistli sem birtur á Hringbraut. Segir Össur að stórkostlegt hafi verið að horfa á heimsmeistaramót kvenna í fótbolta sem lauk í dag með sigri Bandaríkjanna á Hollandi. Össur segir:

„Ef við hættum að senda börn til Grikklands, þá á það við um alla”

Varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, var í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þórdís er einnig starfandi dómsmálaráðherra. Hún segir nauðsynlegt að skilgreina betur þann farveg sem umsóknir um alþjóðlega vernd fara í. Þá þurfi að stytta málsmeðferðartímann og þá segir hún einnig að þau sem séu með alþjóðlega vernd annars staðar geti ekki fengið forgang.

Margrét Lilja: „Hann er með góða ástæðu fyrir því að vera öryrki, sem kemur þér bara ekkert við“

„Við erum fólk. Ég er fólk. Við eigum skilið að komið sé fram við okkur eins og manneskjur. Þó svo að „frændi vinkonu mömmu systur ömmu minnar sé á örorku vegna þess að hann sé svo latur og nenni bara ekki að vinna“ þá er hann líka manneskja og ábyggilega með góða ástæðu fyrir því að vera öryrki, sem kemur þér bara ekkert við.“

Fasteignagjöld hækka þrátt fyrir lækkun álagningar: 26,83% hækkun á sorphirðugjöldum

Verðlagseftirlit ASÍ hefur tekið saman breytingar á álagningu fasteignagjalda og útsvars hjá 15 fjölmennustu sveitarfélögum landsins frá 2018 til 2019. Fasteignagjöld hækka í flestum tilfellum milli ára þrátt fyrir að mörg sveitarfélög lækki álagningarhlutfall. Í mörgum tilfellum hækka gjöld mikið og má m.a. sjá 32,9% hækkun á innheimtri lóðaleigu í sérbýli í Njarðvík í Reykjanesbæ, 31% hækkun á innheimtu vatnsgjaldi í sérbýli hjá Fjarðarbyggð á Reyðarfirði, 26,83% hækkun á sorphirðugjöldum hjá Seltjarnarneskaupstað og allt að 18,8% hækkun á innheimtum fasteignaskatti í sérbýli hjá Ísafjarðarbæ. Þetta kemur fram á heimasíðu ASÍ. Þar segir enn fremur:

Fanney er látin: „Barðist fram á síðustu stundu og gafst aldrei upp“

Fanney Eiríksdóttir lést í nótt á líknardeild Landspítalans, eftir um árs baráttu við leghálskrabbamein. Hún lætur eftir sig eiginmann, Ragnar Snæ Njálsson, og tvö börn en hann til­kynnti þetta í dag en bar­átta þeirra hjóna við leg­háls­krabba­mein hefur vakið mikla at­hygli.

„Átök hafa alltaf verið hluti af Sjálfstæðisflokknum“

Varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, var í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hörð innanflokksátök eiga sér nú stað innan Sjálfstæðisflokksins. Hefur Davíð Oddsson gagnrýnt forystu síns gamla flokk harðlega í nokkrum Reykjavíkurbréfum vegna þess að flokkurinn taki ekki einarða afstöðu gegn Orkupakka 3. Hafa bæði Þórdís Kolbrún Reykfjörð og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir svarað Davíð.

Matarást Sjafnar

Nýbakaðir og ilmandi kleinuhringir? Þá eru þessir málið

Eygló Harðar fer á kostum í eldhúsinu þessa dagana og er iðin við að galdra fram ómótstæðilega ljúffenga rétti sem kitla bragðlaukana og gefa lífinu lit. Ilmur er svo lokkandi úr eldhúsinu hjá Eygló. Nýbakaðir og ilmandi kleinuhringir hljómar vel, en hvað með heimatilbúna, nýbakaða og ilmandi kartöflukleinuhringi í hvítu flórsykurskýi? Þeir sem voru að hafa áhyggjur af brotthvarfi Krispy Kreme geta núna andað léttar og bakað sína eigin kleinuhringi, og nýtt allar kartöflurnar sínar í leiðinni. „Lofa að þetta voru bestu afgangar sem ég hef smakkað,“ segir Eygló og brosir sínu breiðasta brosi.

Viltu skínandi hreina þvott án skaðlegra efna? Þá er þetta náttúruvæna þvottaefni málið

Efl­ing hafnaði að ljúka mál­inu

Í óleyfi í útlöndum: Vill að atvinnulausir fái sumarfrí á launum - Atvinnuleit slítandi eins og vinna innan fyrirtækja

Mynd dagsins: Dóra Ólafsdóttir er elsti Íslendingurinn

Ole Anton reiður: Fara fram á að Kristján segi af sér - „Virðist hafa beygt þig fyrir þröngum hagsmunahópi“

„Davíð að takast það sem vinstri mönnum tókst aldrei“ - Allt er það í boði sægreifanna

Hundi bjargað úr sprungu á Þingvöllum

Spurt og svarað um breytt deiliskipulag við Stekkjarbakka

Fjölskyldurnar verða ekki sendar úr landi – „Öryggi þeirra og framtíð er tryggð“

Skrefinu lengra: Snædís kynnir sér námskeið í félagsfærni og KFUM sumarbúðirnar