Fréttir

Egill: „Þetta er helsjúkt ástand“ - Hvað er þá eftir?

„Kvikmyndin Push sem sýnd er á Riff sýnir hvernig fjármálaöflin tóku yfir húsnæðismarkaðinn. Afleiðingin er húsnæðiskreppa um víða veröld. Ekki er litið á húsnæði sem nauðsyn, þak yfir höfuðið sem mannréttindi, heldur eru byggingar viðfang í gríðarlegu alþjóðlegu braski.“

Hlynur efast um vonina: „Ég er búinn að gráta [...] Ég er með sjálfsvígshugsanir“

„Kannski var ótímabært að skrifa pistla á netið og reyna að segja frá reynslu minni? Kannski þarf ég að vera edrú í einhvern tíma til þess að mega miðla af minni reynslu? Kannski voru það mín mistök að leyfa fólki að fylgjast með edrúgöngu minni? Kannski er ísland ekki tilbúið í síðu eins og það er von?“

Matarást Sjafnar

Uppskrift: Hægelduð nauta stuttrif sem æra gestina – tryllingslega ljúffeng

Haustið lætur til sín taka þessa dagana með öllum sínum litbrigðum og gusti. Flestir eiga sína uppáhalds haustrétti og njóta þess að gefa sér tíma að elda á meðan haustið lætur að sér kveða fyrir undan gluggann. Sjöfn Þórðar spjallaði við Önnu Björk Eðvarsdóttur formann Hringsins og matarbloggara með meiru um haustið og hennar uppáhalds haustrétti. Í tilefni þess galdraði Anna Björk fram einn af sínum uppáhalds haustrétti, hæg elduð nauta stuttrif ásamt meðlæti sem láta engan ósnortinn. Matargestir hennar sem hafa bragðað þennan rétt standa á öndinni yfir bragðinu sem kitlar bragðlaukana. Það má með sanni segja að rifin séu tryllingslega ljúffeng. Sjöfn fékk Önnu Björk til að ljóstra upp uppskriftinni af þessum sælkera haustrétti sem vert er að prófa.

Stofna síðu gegn Hlyni: „Margar stelpur sem eiga það sameiginlegt að vera í molum“

Stofnuð hefur verið Facebook-síða sem ber heitið „Gegn það er von.“ Er hún stofnuð til höfuðs Facebook-síðu sem Hlynur Kristinn Rúnarsson stofnaði. Segir Hlynur að síðan sé hugsuð til að hjálpa fólki. Sjálfur var Hlynur í mikilli neyslu og var meðal annars dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að smygla fíkniefnum í Brasilíu.

Þetta eru Sjálfstæðismennirnir hjá GAMMA: Sjáðu hverjir þeir eru - Lífeyrissjóðir hafa tapað um þúsund milljónum

Árið 2011 kom fjárfestingarfélagið Gamma inn á húsnæðismarkaðinn. Fyrirtækið fjárfesti gífurlegum fjármunum í fasteignum á höfuðborgarsvæðinu. Alls keypti Gamma rúmlega 1500 íbúðir á stuttum tíma. Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði hratt eftir að fjárfestingar Gamma fóru á stað. Fyrirtækið ætlaði sér stóra hluti, meðal annars að bjóða námsmönnum námslán og byggja vindmyllugarða á Íslandi. Þá gaf Gamma út skýrslu vegna innviðauppbyggingar á Íslandi árið 2016. Þar kom meðal annars fram að einkaaðilar ættu að taka þátt í byggingu og rekstri á til dæmis vegakerfi landsins. Nokkrir lykilstarfsmenn og stórir hluthafar í Gamma, bæði fyrrverandi og núverandi, hafa langa sögu þegar kemur að tengslum þeirra við Sjálfstæðisflokkinn.

Helga býr við sára fátækt: Borðaði poppkorn í heila viku svo börnin fengju næringu

„Ég hef verið í þeirri stöðu að eiga ekki hreinlega fyrir mat og hef passað upp á að ég ætti alltaf popp inni. Eina vikuna var þetta það eina sem ég borðaði [...] Ég hef líka verið í þeirri stöðu þar sem ég hef þurft að sleppa því að borga húsaleigu, til að geta borgað fyrir annað sem ég hef þurft á að halda, reyndar aðallega fyrir börnin.“

Hryllingur: Sex börn gerð út í vændi hér á landi – Telur níðinga framleiða barnaklám á Íslandi

Sex mál þar sem níðingar seldu aðgang að börnum haf verið til meðferðar hjá Stígamótum. Þá telur Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn líklegt og að grunur væri um að Íslendingar hefði pantað kynferðisbrot á börnum í gegnum netið. Það fer þannig fram að brotið er á barni í til dæmis fjarlægu landi samkvæmt fyrirmælum níðings hér á landi og síðan er efninu streymt til viðkomandi.Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir í samtali við RÚV, að henni þyki líklegt að myndefni af barnaníði sem framleitt hér á landi og ofbeldinu þá streymt til níðinga erlendis.

Greiddu sér 850 milljónir þó ljóst væri að hætta væri á ferðum: Hljóta að velta við öllum steinum

„GAMMA stóð afar höllum fæti í fyrra. Fjármálafyrirtækið, sem er hvað þekktast fyrir fjárfestingar sjóða í stýringu félagsins á fasteignamarkaði, var nauðbeygt fyrir um ári til að sækja sér lán upp á einn milljarð króna til nokkurra mánaða á svimandi háum kjörum frá fjárfestingafélaginu Stoðum.“

Starfsmanni skrifstofu forseta heimilað að snúa aftur til starfa - Beitti tvær konur kynferðislegu áreiti - „Sekur um óþolandi athæfi“

„Vegna fréttar á vef Fréttablaðsins í dag um vinnu- og námsferð starfsmanna embættis forseta Íslands til Parísar 13.-16. september síðastliðinn skal þetta tekið fram: Í ferðinni varð einn starfsmaður embættisins sekur um óþolandi athæfi gagnvart tveimur í ferðahópnum, kynferðislega áreitni í opnu rými og annað háttalag sem aldrei verður fallist á að afsaka megi á nokkurn hátt.“

Taka kjúkling úr verslunum vegna gruns um salmonellusmit

Matvælastofnun varar við neyslu á tilteknum ferskum kjúklingi frá Matfugli ehf vegna gruns um salmonellu. Kjúklingurinn er seldur undir vörumerkjum Ali, Bónus og FK. Grunur kom upp um salmonellusmit í einum sláturhópi kjúklinga hjá Matfugli. Fyrirtækið hefur stöðvað dreifingu og vinnur að innköllun á vörunni.

Saga af góðverki á Eiðistorgi og þegar sjúkraflutningamenn gerðu grín að útigangsmanni - Hjálpum þeim

Tvær kvartanir um kynferðislega áreitni komnar inn á borð forsetahjónanna

Við þurfum að breyta viðhorfum okkar til neyslu

Jón Bjarnason minnist Trausta: „Sum­ir verða manni nán­ari en aðrir“

Unglingar héngu aftan á strætó á ferð - Sjáðu myndbandið

Stórfelldum skattalagabrotum Sigur Rósar vísað frá í Héraðsdómi

Lögreglan og sjúkralið á vettvang umferðaslyss í Hálsahverfi í Reykjavík

Magnað myndband sem sýnir mátt barna - Hvað ætlar þú að gera?

Uppskrift: Hinn fullkomni haustréttur Írisar Ann – Graskers ravioli sem bráðnar í munni

Mynd dagsins: Er þetta verst lagði bíllinn í Smáralind? Leitað að eigandanum - Sjáðu myndina