Fréttir

10 börn smitast af E. coli bakteríunni – Níu smituðust í Efstadal 2 í Bláskógabyggð

Þann 4. júlí síðastliðinn var greint frá því, að fjögur börn hafi greinst með alvarlega sýkingu af völdum E. coli bakteríu. Í gær var greint frá því að fimm börn til viðbótar hefðu sýkst en samkvæmt tilkynningu sem birtist á vef Landlæknis í dag hefur eitt barn bæst við. Tilfellin eru því samtals 10.

Meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur lengst ögn á milli ára

Íbúðalánasjóður segir að ef horft sé til mánaðarlegrar veltu fasteignamarkaðarins á höfuðborgarsvæðinu mælist ríflega 6% veltuaukning í krónum talið fyrstu fimm mánuði þessa árs frá sama tímabili árið áður, sem er tæplega 3% raunaukning að teknu tilliti til verðbólgu og heildarfjöldi kaupsamninga verið nánast sá sami. Um 6% aukning hefur verið í fjölda seldra íbúða í sérbýli en 1,2% samdráttur í sölu íbúða í fjölbýli.

Segir Sjálfstæðismenn ætla að hirða bankana: „Hundruð milljarða af arðgreiðslum renna þá til auðmanna og braskara“

Stefáni Ólafssyni, prófessor í félagsfræði, líst illa á áform um einkavæðingu ríkisbankanna.

Helga Vala: „Hvað á æðsta stofnun landsins að taka til bragðs þegar ráðherra neitar að svara einföldum spurningum?“

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, furðar sig á þeim tíma sem það hefur tekið Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra að svara fyrirspurn sinni um kostnað ríkisins vegna ólögmætrar skipunar Sigríðar Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, í embætti Landsréttardómara. Helga Vala hefur nú beðið í 15 vikur en enn bólar ekkert á svari frá Þórdísi Kolbrúnu.

Basalt arkitektar hlutu ein stærstu hönnunarverðlaun heims

Íslenska arkitektastofan Basalt arkitektar hlaut á dögunum ein virtustu og eftirsóttustu hönnunarverðlaun heims, Red Dot, í flokknum „Best of the Best.“ Verðlaunin hlaut stofan ásamt ítölsku hönnunarstofunni Design Group Italia fyrir framúrskarandi hönnun á The Retreat hótelinu við Bláa lónið.

Fjögur náttúruverndarsamtök kæra Árneshrepp vegna Hvalárvirkjunar

Landvernd, Rjúkandi, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar hafa kært ákvörðun sveitarstjórnar Árneshrepps um að gefa út framkvæmdaleyfi vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Gæti fjölgað dómurum við Landsrétt – Reiknað með 500 óafgreiddum málum um áramót

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra útilokar ekki að dómarar verði settir tímabundið við Landsrétt eða að viðbótardómarar verði skipaðir til að vinna á uppsöfnuðum málafjölda. Eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að Sigríður Á. Andersen, forveri Þórdísar Kolbrúnar í embætti hafi ekki skipað fjóra af 15 dómurum við réttinn með löglegum hætti hafa þessir fjórir dómarar ekki verið við störf.

Íslendingar elska Netflix - Hlutfall áskrifenda eykst með hverju ári

Nær þrír af hverjum fjórum landsmönnum eru með áskrift að Netflix á heimilum sínum samkvæmt nýrri könnun MMR. Er það aukning um 5 prósentustig frá könnun síðasta árs. Hlutfall þeirra sem segjast vera með áskrift að Netflix eða búa á heimili þar sem einhver heimilismanna er með áskrift að streymisveitunni hefur aukist árlega frá því að mælingar MMR hófust árið 2016.

Daddytoo-hópurinn vill laust starf á DV: Vilja hafa áhrif á fjölmiðlaumfjöllun, tækla femínista og styðja feður

„Eru ekki einhverjir vel skrifandi og góðir pennar hérna sem gætu hugsað sér að vinna hjá og skrifa í DV og bæta þá upp ýmsan málefna skort og opna á útilokuð málefni sem vantar í umræðuna síðustu áratugina.“

Óttaslegin í Elliðaárdal: Steingrímur - „Undir okkur komið að breyta þessu“

„Ég geng iðulega um Elliðaárdalinn eða Laugardalinn á kvöldin. Þegar maður mætir fólki, býður maður stundum gott kvöld eða kinkar kolli. Vinalegt. Oftast. En alltof oft hef ég orðið vitni að því þegar maður annað hvort mætir einsamalli konu eða lendir á eftir henni á göngustíg, að andrúmsloftið verður annað. Ég hef séð ótta, undirbúning varnarviðbragða og óöryggi.“

Guðrún siglir í gegnum storminn með gleðinni – Ingibjörg Sólrún: „Það verður kærleikur um borð“

Geðhjálp lýsir yfir áhyggjum vegna sumarlokana geðsviðs

Þurftu að bera fótbrotinn ferðamann fjóra kílómetra

Haraldur með lausn á deilunni um þriðja orkupakkann

Lýsa yfir stuðningi við aðgerðir Eflingar

Lífslíkur á Íslandi með þeim mestu í Evrópu – Ungbarnadauði minnstur

Ekki ásættanlegar aðstæður: Hér er verið að brjóta lög um dýravelferð!

Olga Steinunn er látin

Fimm börn til viðbótar greinast með E. coli sýkingar

Börn kvarta undan myndbirtingum foreldra á samfélagsmiðlum - „Vilja ekki endilega að þetta sé til þarna úti“