Fréttir

Stefán var sleginn eftir heimsókn ókunnugrar eldri konu: Gjörbreytti lífi hans – Boðskapur sem á erindi til okkar allra - „Það sem skiptir máli“

„Í nokkur ár starfaði ég í ónefndri fataverslun. Þar átti ég frábæra tíma með yndislegu samstarfsfólki ásamt því að kynnast mörgum skemmtilegum kúnnum. Einn viðskiptavinur mun þó alltaf standa upp úr og ég mun aldrei gleyma honum. Það er eldri kona sem að gekk inn í verslunina einn daginn ásamt eiginmanni sínum og gerði hjá mér dapran og þungbæran dag að einni bestu kennslustund sem ég hef fengið.“

Eru þeir sem fá grá hár ungir að eldast hraðar?

Silfraðir lokkar í hári okkar eru yfirleitt talin vera merki um að þú sért að eldest. En það er ekki alltaf raunin.

Þorsteinn Víglundsson segir íslenska bankakerfið ekki vera samkeppnishæft - „Hreinlega of stórt og dýrt“

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir að það komi honum ekki á óvart þær fjöldauppsagnir sem hafa átt sér stað í íslenska bankakerfinu undanfarið. Segir hann að tækniþróunin hafi haft þau áhrif að mannshöndin komi æ minna fyrir í starfsemi bankana og að tölvuvæðingin eigi jafnvel eftir að verða meiri en nú er.

Mynd dagsins: Vinsamlegast hafið hljótt!

Mynd dagsins að þessu sinni birti Eiríkur Jónsson á síðunni eirikurjonsson.is. Þar má sjá mynd sem fest var upp í anddyri höfuðstöðva Fjármálaeftirlitsins. Eiríkur skrifar:

Brynjar Níelsson: „Ég held að það verði ekki komist hjá því að þetta verði skoðað af fjármálaeftirlitinu“

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það verði ekki komist fram hjá því að fjármálaeftirlitið skoði það sem hefur verið að gerast að undanförnu hjá fjárfestingarsjóðum Gamma. Í þættinum Stóru Málin, sem sýndur er hér á Hringbraut, sagði hann að þetta mál væri mjög sérstakt og alveg óskiljanlegt.

Ung íslensk hjón með tvö börn keyptu íbúð: Þetta eru kjörin sem þeim bauðst – Lækkunin skila sér ekki til þín - „Algjörlega óásættanlegt“

„Það er sorglegt og dapurlegt að viðskiptabankarnir þrír hafi ekki viljað skila þeirri miklu stýrivaxtalækkun sem Seðlabankinn hefur hrint í framkvæmd eftir að lífskjarasamningurinn var undirritaður. Rétt er að vekja sérstaka athygli á því að ein af aðalforsendum lífskjarasamningsins var að að stýrivextir myndu lækka umtalsvert og að sú vaxtalækkun myndi að sjálfsögðu skila sér til íslenskra neytenda, heimila og fyrirtækja. En eins og allir vita þá hefur Seðlabankinn lækkað stýrivextina í þremur aðgerðum um 1,25% eftir undirritun lífskjarasamnings.“

Brynjar: „Mér finnst margt skrítið í þessu“ – Oddný: „Þarf skoða viðskiptasiðferði GAMMA“

„Ég held að menn muni spyrja, hvert var hlutverk FME? Hver átti að fylgjast með og hvenær og segja til um að þarna væri eitthvað ekki í lagi? Ég hugsa að það verði líka að skoða viðskiptasiðferði í félaginu, viðskipti við tengda aðila og vinnustaðamóral. Við þurfum að kalla eftir þessu.“

Hverfi mánaðarins:

Vesturbærinn gamalgróið hverfi með sterka ímynd og sögu

Vesturbærinn er eitt eftirsóttasta hverfi borgarinnar og íbúar njóta góðs af nálægð við fjölbreytta verslun og þjónustu. Það er feyki mikið framboð af afþreyingu fyrir fjölskyldur að finna í Vesturbænum. Í göngu- og hjólafæri er að finna fjölbreytta þjónustu af ýmsu tagi að finna, verslanir, leik-, grunn- og háskóla og menningarsetur svo dæmi séu tekin. Á góðvirðis dögum er meðal annars hægt að njóta og gera sér glaðan dag með því að rölta eða hjóla í Ísbúð Vesturbæjar eða í Brauð & Co og næla sér í ljúffengt bakkelsi og súrdeigsbrauð en í hjarta Vesturbæjarins er ýmis þjónusta í boði í göngufæri. Þar má einnig nefna Kaffi Vest, Blómagallerí, Fiskisjoppuna Fisherman. Einnig er stutt út á Granda en þar eru líka mikli flóra veitingastaða, kaffihúsa, listasmiðja og fjölbreytt afþreying. Einnig eru helstu matvöruverslanir landsins að finna í Vesturbænum, á Fiskislóð eru Krónan, Nettó og Bónus til húsa ásamt fjölmörgum öðrum sérvörusverslunum.

Húsráð

Vissir þú þetta um gler?

Gler hefur marga góða eiginleika og býr yfir fjölmörgum kostum. Gler er búið til úr sandi, kalki og sóda (natróni) og kostir þessara blöndu eru mjög góðir. Helstu kostir glers eru að það hefur ekki áhrif á bragðskyn, drekkur ekki í sig spilliefni, gefur ekki frá sér spilliefni, er lyktarlaust, er auðvelt að þrífa og er besta geymsluílátið sem völ er á fyrir matvæli og drykki. Gler bráðnar við 1500 gráðu hita sem drepur hvers kyns bakteríur og brennir upp hættuleg efni sem hafa náð að festast við yfirborð þess. Staðreyndin er sú að glerílát, eins og krukkur og flöskur eru margfalt betri valkostur fremur en plastílát vegna alls þessa. Flaska úr margnota gleri er notuð allt að 50 sinnum áður en hún er brædd. Endurvinnsluhlutfall glers er mjög hátt eða yfir 80-90% og er þar fremst í flokki endurvinnanlegra hráefna og vel það. Kosturinn við glerið er að hægt er að vinna endalaust nýtt gler úr gömlu. Engin efnahvörf verða á milli umbúða og innihalds glers. Hægt er að gera enn betur með því að nýta gler í meiri mæli en gert er í dag. Meðal annars er hægt að gera það með því að auka vægi drykkjarfanga í gleri. Hér áður fyrir voru glerflöskur fremstar í flokki fyrir drykkjarföng og ýmis matvæli. Kannski væri ráð að taka það til fyrirmyndar.

Ríkislögreglustjóri fær háðuglega útreið frá Óskari í nýrri bók

Bókin Dýrbítar eftir Óskar Magnússon er sjálfstætt framhald bókarinnar Verjandinn. Í Verjandanum tóku aðdáendur Óskars eftir því að lögmaðurinn Valur Classen hrl átti sér fyrirmynd í Erni Clausen heitnum. Þá hafa lesendur Dýrbíta tekið eftir því að ríkislögreglustjórinn í sögunni fái háðulega útreið frá Óskari.

Hvað er skríðandi í þínu rúmi?

Sunna Ýr miður sín – Engin á skilið þessa niðurlægingu: „Sjáðu spikið á þessari“

Lýsa yfir áhyggjum af fræðslustarfi - „Nýlega hefur borið á því að óheppileg fræðsla hafi ratað inn í framhaldsskóla“

Bragðgóður og einfaldur drykkur sem slekkur á sykurþörf og bætir svefn

Gunnar í Krossinum rændur: „Ég var fljótur að átta mig hvað hafði gerst“

Guðni hjólar í Þórólf: „opinber andstæðingur og ósanngjarnari en nokkur annar“

10 viðvaranir líkamans - Þessu mátt þú ekki líta framhjá

Grétar og Björgvin minnast Einars Braga: Féll frá langt fyrir aldur fram – „Minnumst hans með þakklæti og virðingu“

Lýsa yfir áhyggjum af öryggismálum í skólum - Brotið gegn stúlku í Austurbæjarskóla á skólatíma

Drífa Snædal: „Hinn frjálsi markaður, honum er alveg sama um húsnæðisöryggi fólks“