Fréttir

Segir ekki hægt að krefja Eldum rétt um miska- eða skaðabætur

Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins, segir í samtali við RÚV að lög um starfsmannaleigur séu alveg skýr um ábyrgð notendafyrirtækja sem nýta sér starfsmannaleigur. Kröfum um miska- eða skaðabætur sé einungis hægt að beina gegn starfsmannaleigunni, sem sé vinnuveitandinn. Hins vegar sé hægt að krefja notendafyrirtæki um vangoldin laun og launatengd gjöld.

Magnaður Kanadamaður með þrenna tónleika á Íslandi: Kennari, bóndi, rithöfundur og sagnameistari

Magnaður Kanadamaður með þrenna tónleika á Íslandi: Kennari, bóndi, rithöfundur og sagnameistariSíðan ég kom fyrst í Árneshrepp árið 2007 hef ég verið að reyna að greiða til baka, allt það örlæti sem ég mætti hjá fólkinu hér, og heiðra þá stórbrotnu náttúru og sögu sem sveitin mín kæra býr yfir,“ segir Eín Agla Briem þjóðmenningarbóndi og hafnarstjóri í Norðurfirði í Árneshreppi. Hún stendur fyrir þriðju Íslandsheimsókn hins kanadíska Stephen Jenkinsons, sem er allt í senn rithöfundur, bóndi, kennari, sagnamaður og tónlistarmaður. Stephen og félagar halda m.a. þrenna tónleika í Íslandsheimsókninni, í Iðnó 17. júlí, Norðurfirði 19. júlí og Aratungu 22. júlí.

Lögregla varar við svikahröppum - Bjóða fólki að malbika innkeyrslur og plön ódýrt

Lögreglan á Norðurlandi eystra varar við svikahröppum sem segjast vera verktakar og bjóða fólki að þeir malbiki innkeyrslu og plön gegn vægu gjaldi en lögreglan telur að þarna séu svikahrappar á ferðinni. Í tilkynningu frá lögreglu segir:

Stefán Karl vissi að hann myndi deyja ungur: Dvelja við góðu minningarnar - „Hvernig gat hann vitað það?“

„10. júlí 2019. Afmælisdagurinn hans Stefáns Karls. Stefán sagði mér aftur og aftur allt frá því að við kynntumst að hann myndi deyja ungur. Alltaf fannst mér það heldur ónotalegt þegar hann hafði orð á því. Hvernig gat hann vitað það?“

Líðan fimm mánaða drengs með E. coli sýkingu farið versnandi - Fékk bráðanýrnabilun

Í gær var fimm mánaða drengur lagður inn á Barnaspítala Hringsins með bráðanýrnabilun af völdum E. coli sýkingar. Líðan hans hefur farið versnandi og það skýrist í dag eða á morgun hvort drengurinn þurfi að fara í blóðhreinsun. Alls hafa 10 börn smitast af E. coli bakteríunni eftir heimsóknir á ferðaþjónustubæinn Efstadal II á síðustu vikum. Í níu tilfellum af 10 má rekja smit barnanna til heimsókna á bæinn, en talið er líklegt að tíunda barnið hafi smitast af systkini sínu. Þrjú af börnunum 10 hafa verið lögð inn á Barnaspítalann með bráðanýrnabilun.

7.200 án atvinnu – Atvinnuleysi ekki meira í fimm ár

7.200 manns eru nú atvinnulausir og er það mesta atvinnuleysi sem mælst hefur í fimm ár. Þetta sagði Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Þar sagði hún atvinnuleysistryggingasjóð standa ágætlega en að hún hefði þó áhyggjur af þeim samdrætti sem virðist vera í samfélaginu. Stofnunin treysti á að það verði uppsveifla á næsta ári.

Það eina sem börnin níu áttu sameiginlegt var að borða ís í Efstadal: Börnin gætu hafa smitað kálfana af E. coli

Níu börn smituðust af E. coli bakteríunni eftir að hafa komið í heimsókn á Efstadal II. Þar er veitingahús og ísbúð, en þar er einnig framleiddur ís sem seldur er í ísbúðinni á staðnum. Við hliðina á ísbúðinni er svo fjós þar sem kálfar eru til sýnis fyrir gesti og gangandi. Ekki komust öll börn í snertingu við kálfana.

Mynd dagsins: Ingibjörg hótar að láta drepa þessa hunda á næstu dögum

Sveitarstjóri sveitarfélagins Grímsnes- og Grafningshrepps, Ingibjörg Harðardóttir, birtir tilkynningu á Facebook-síðu hreppsins. Þar má sjá tvo hunda sem eru í óskilum. Segir Ingibjörg að verði hundarnir ekki sóttir fyrir 15. júlí verði þeir aflífaðir á mánudaginn.

Margrét Björnsdóttir er látin: „Minningar um ljúfa, fallega konu lifa í hjörtum okkar“

Margrét Björnsdóttir fæddist í Reykjavík 31. janúar 1956. Hún lést á líknardeild Landspítalans þann 1. júlí 2019. Eiginmaður Margrétar er Jón Hrafnkelsson krabbameinslæknir og eignuðust þau þrjú börn. Margrét starfaði í heilbrigðisráðuneytinu frá árinu 1999 og var þá fyrst deildarstjóri, sérfræðingur og síðan skrifstofustjóri og gegndi því embætti til dánardags. Margrét var einnig efnilegur dansari en ung að árum var hún orðin dans­ari í Íslenska dans­flokkn­um. Greint er frá andláti Margrétar í Morgunblaðinu.

Eldur braust út í íbúð á Stúdentagörðum – Konan sem býr í henni vistuð í fangageymslu

Á sjöunda tímanum í gærkvöldi kviknaði eldur í íbúð að Stúdentagörðum á Eggertsgötu. Ein kona, sem býr í íbúðinni, var stödd í henni þegar eldurinn braust út. Var konan í annarlegu ástandi þegar hún var færð á slysadeild Landspítalans í Fossvogi og var síðar um kvöldið færð til vistunar í fangageymslu, þar sem þess var beðið að unnt væri að yfirheyra hana.

Vinna að því að stofna nýtt flugfélag á grunni WOW air

Kálfarnir ekki bara smitvaldar í Efstadal II - Sum barnanna komust aldrei í snertingu við dýrin

Gunnlaugur með 1,2 milljónir fyrir starf sem er vanalega ólaunað: Fá 175 milljónir fyrir þjónustu sem er ekki veitt

4 ára drengur í lífshættu - Herdís: „Hann hefði getað dáið [...] Móðirin heyrði óhljóð í syni sínum“

Ríkið þarf að endurgreiða ellilífeyrisþegum 5 milljarða króna - Inga Sæland: „Rétt­lætið var að sigra“

Hryllingur á Vestfjörðum: Hló og sýndi glæpinn á Skype – Deildi myndum á Instagram - Skilorð fyrir að nauðga vini sínum

Borðaðu trefjaríkan mat

Tveir handteknir í alþjóðlegri lögregluaðgerð – Tæplega 12.000 steratöflur haldlagðar

Einar Geir er látinn

Vigfús fékk fimm ára fangelsisdóm fyrir íkveikjuna á Selfossi