Fréttir

Álag eykst á heilsugæslustöðvum vegna E. coli faraldurs

Álag hefur aukist á heilsugæslustöðvum vegna E. coli faraldursins sem nú geisar. Þetta er vegna fjölda fyrirspurna og fjölgunar saursýna sem komið er með á heilugæslustöðvarnar. Morgunblaðið greinir frá. Eins og greint hefur verið frá hafa alls 17 börn sýkst af E. coli bakteríunni undanfarnar vikur og bendir flest til þess að orsökina fyrir sýkingunum sé að finna í ís sem var framleiddur og seldur að ferðaþjónustubænum Efstadal II í Bláskógabyggð.

Félag Vincent Tan gengur frá kaupum á Icelandair Hotels

Í gær skrifaði stjórn Icelandair Group undir kaupsamning við Berjaya Property Ireland Limited vegna kaupa á Icelandair Hotels og tengdum fasteignum. Áður hafði verið greint frá því að Berjaya myndi kaupa 80 prósenta hlut en hluturinn er þó ögn lægri. Með kaupunum eignast félagið 75 prósent í Icelandair Hotels og mun Icelandair Group halda 25 prósentum. Berjaya félagið er stofnað af malasíska auð­kýfingnum Vincent Tan.

Edda Björgvins rænd en slær á létta strengi: „Þjófurinn mun að öllum líkindum fá harðlífi“

Leikkonan ástsæla Edda Björgvinsdóttir greinir frá því á Facebook-síðu sinni í gær að einhver óprúttinn aðili hafi stolið blómapotti hennar, sem var staðsettur fyrir utan heimili hennar í miðbæ Reykjavíkur. Hún slær þó á létta strengi og segir að karma muni ná í skottið á þjófinum.

Ók undir áhrifum fíkniefna með þrjú börn í bílnum

Í gærkvöldi var bifreið stöðvuð í Mosfellsbænum. Ökumaðurinn var grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna eða lyfja. Læknir kom á lögreglustöð og mat ökumanninn óhæfan til aksturs. Í bifreiðinni með ökumanni voru þrjú börn á aldrinum 11 til 12 ára og var Barnavernd kölluð til við afgreiðslu málsins.

Fimm umhverfisvænar leiðir til að losna við illgresi

Baráttan við illgresið getur verið erfið og virðist oft vera vonlaust að slást við það. Margir grípa þá til þess ráðs að kaupa eitur til að vinna á illgresinu, sem getur verið bæði hættulegt fyrir umhverfið og okkur sjálf. Hér eru fimm umhverfisvænar leiðir sem þú getur notað án þess að skaða þig eða umhverfið.

Húsráð

Kókosolían er magnað töfraefni

Á hverju baðherbergi ætti að vera krukka með kókósolíu því hún er töfraefni á öllum sviðum. Kókósolían er ekki bara góð þegar kemur að matreiðslu heldur líka fyrir húðina. Kókósolían er töfraefni á öllum sviðum. Hægt er að bera hana á húðina, bursta í sér tennurnar með henni, nota hana í stað hárnæringar, raksápu og svitalytkareyðis. Hún er einkum góð til að fjarlægja andlitsfarða. Kókósolían er í raun þarfaþing fyrir hvert heimili sem vill tileinka sér umhverfisvænan lífsstíl.

Grefur eftir gulli á Grænlandi

Eldur Ólafsson er forstjóri kanadíska námufyrirtækisins AEX Gold Inc. og á jafnframt 10 prósent eignarhlut í félaginu. Fyrirtækið sérhæfir sig í gullgreftri á Grænlandi og var skráð á hlutabréfamarkað í Kanada fyrir tveimur árum. Fyrir nokkrum árum keypti fyrirtækið námu þar sem áður var gullvinnsla. Í ítarlegu viðtali í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins segir Eldur að stefnt sé að því að náman verði komin í fulla framleiðslu eftir um tvö ár.

Brotist inn til hjóna þegar þau voru heima - „Maður heldur að maður sé óhultur heima hjá sér“

Ónefnd kona sem býr í póstnúmeri 104 hvetur fólk til að læsa ávallt útidyrahurðinni heima hjá sér, líka þegar það er heima við. Í gærmorgun lenti hún og eiginmaður hennar í óhugnanlegu atviki í morgun, þegar kvenkyns þjófur gerði sér lítið fyrir með því að ganga inn í íbúð þeirra og stela greiðslukorti.

Um 50 konur hafa skráð millinafnið Kona í símaskránni - Mannanafnanefnd heimilar ekki nafnið

Alls hafa 48 konur breytt skráningu á nafni sínu í símaskránni, á vefnum ja.is, með því markmiði að setja fordæmi fyrir því að nafnið Kona verði samþykkt. Mannanafnanefnd hefur tvisvar synjað umsækjendum um að taka upp nafnið Kona.

Grunur um að bandarískt barn hafi smitast af E. coli í Efstadal - Tvö börn liggja enn á spítala

Sterkur grunur er fyrir þvi að bandarískt barn hafi smitast á Efstadal II af E.coli bakteríunni. Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, greindi frá þessu í Vikulokunum á Rás 1. Barnið hefur verið lagt inn á sjúkrahús í Bandaríkjunum og er nú verið að bíða eftir niðurstöðum sýna um hvort bakterían sé sú sama og börn hér á landi smituðust af. Það er þó staðfest að barnið hafi verið í Efstadal II.

Mikið um ölvunarakstur í gærkvöldi

Ferskasti sumarkokteillinn sem heillar gestina upp úr skónum

Mannréttindaráð SÞ samþykkti ályktun Íslands um launajafnrétti

Alls 17 börn greinst með E. coli sýkingu

Momo fær ekki fund vegna sumarleyfa: „Ég vil halda áfram að búa hér og gefst ekki upp strax“

Forseti Filippseyja segir Íslendinga ekki skilja glæpi - „Þið borðið bara ís“

Um 92% Íslendinga nota Facebook reglulega - 64% landsmanna nota snapchat

Mynd dagsins: Borgaði ekki neitt fyrir matarveisluna - „Í kvöld nældi sér einn heppinn í þennan mat“

Kannaðu umhverfishættur

Eldurinn kviknaði út frá logandi sígarettu - Húsráðandi var færður í fangageymslu