Fréttir

Mars-jeppi prófaður á Íslandi fyrir ferð til Mars árið 2020

Þessar vikurnar standa yfir í nágrenni Langjökuls prófanir í tengslum við svonefnt SAND-E verkefni sem kostað er af Bandarísku flug- og geimvísindastofnuninni, NASA. Megintilgangur verkefnisins er að prófa vél- og hugbúnað fyrir Mars-jeppa, sem nota á í leiðangri NASA til Mars árið 2020, við aðstæður sem líkjast aðstæðum á Mars.

Hrópaði á konurnar að þær ættu ekki heima á Íslandi - Lögreglan rannsakar málið sem hatursglæp

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú hafið rannsókn á hugsanlegum hatursglæp sem var tilkynnt um í Breiðholti um kvöldmatarleytið í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu kemur fram að kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum að þremur múslímskum konum. Atvikið átti sér stað fyrir utan verslunina Bónus í verslunarkjarnanum Hólagörðum.

Birgittu hafnað af Pírötum - Segist ekki eiga afturkvæmt aftur í flokkinn

Birgitta Jónsdóttir, fyrrum þingmaður Pírata, var tilnefnd í trúnaðarráð Pírata fyrir stuttu, en var hafnað í gærkveldi á félagsfundi Pírata um málið. Mikill hiti var á fundinum og samkvæmt heimildum Hringbrautar yfirgaf Birgitta fundin mjög ósátt. Birgitta sagði í apríl á síðasta ári að hún væri hætt í flokknum. Margir þingmenn Pírata voru á fundinum.

Leki kom á bát norður af Hornströndum

Á áttunda tímanum í morgun voru björgunarskipin á Ísafirði og Bolungarvík kölluð út vegna báts í vanda 3 sjómílum norður af Kögri á Hornströndum. Leki hafði komið að bátum í morgun vegna bilunar og þurfti að koma dælum um borð í hann.

Lögreglan rannsakar mögulegan hatursglæp - Veist að þremur múslímskum konum.

Um klukkan 19:00 í gær fékk lögreglan tilkynningu um að einhver hafi veist að þremur múslímskum konum í Breiðholti. Lögreglan var kölluð á staðin og er málið nú rannsakað sem mögulegur hatursglæpur. Lögreglan hefur ekki gefið neinar frekari upplýsingar um málið eða hvort einhver hafi verið handtekinn eða yfirheyrður vegna málsins.

Ferðamönnum fækkaði um fimmtung á öðrum ársfjórðungi og gistinóttum um tíu prósent

Á öðrum ársfjórðungi komu 390 þúsund erlendri ferðamenn til landsins en á sama tíma á síðasta ári voru þeir 488 þúsund. Í maí komu 173 þúsund ferðamenn til landsins en voru 209 þúsund í sama mánuði á síðasta ári. Fækkunin á öðrum ársfjórðungi nemur um 20%.

Dagur B. Eggertsson fékk miða að gjöf fyrir allt að 450 þúsund krónur - Skráði miðana ekki í hagsmunaskráningu

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, fékk þrjá svokallaða Artist Gold VIP boðsmiða á tónleikahátíðina Secret Solstice. Tónleikahátíðin hlaut 8 milljóna króna styrk frá Reykjavíkurborg þetta árið. Miðaverð á hvern miða sem höfðu samskonar aðgang að tónleikasvæðinu var um 150 þúsund krónur og voru því heildarverðmæti miðanna sem borgarstjóri þáði um 450 þúsund krónur.

Mikill munur á skattlagninu á bjór og vín: Framleiðendur ósáttir

Eins og flestir vita leggur ríkið há gjöld á áfengi hér á landi, þau hæstu í Evrópu. En færri vita kannski að þessi gjöld eru mismunandi eftir tegundum áfengis. Hæstu gjöldin eru lögð á sterkt vín, næsthæstu á léttvín en léttvín bera lægstu gjöldin.

Ósætti um ákvæði nýrra umferðarlaga: Hreyfihamlaðir mega aka í göngugötum

Í byrjun næsta árs taka ný umferðarlög gildi. Í þeim er kveðið á um að handhafar stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða (P-korta) sé heimilt að aka vélknúnum ökutækjum á göngugötum og leggja þar í sérstök stæði. Skiptar skoðanir eru um ágæti þessa ákvæðis.

Mynd dagsins: „Fannst þetta frekar furðulegt miðað við veðrið á staðnum“

„Á föstudaginn mældist óvenju mikil úrkoma á Seyðisfirði, Bjarka snjóathugunarmanninum okkar fannst þetta frekar furðulegt miðað við veðrið á staðnum.“

Alvarlegt fjórhjólaslys við Geysi - Einn fluttur slasaður af vettvangi

Loftslagshamfarir

Ætlar að loka fyrir vatn til sumarhússeiganda í Kjós vegna deilna um skilgreiningu húss

Euro-Market málið tekur nýja stefnu – Verjandi segir málið með algerum ólíkindum

Haraldur Benediktsson vill selja ríkisjarðir: „Engin ástæða til að halda þessum jörðum“

Keyrðu um og stálu gaskútum - Lögreglan leitar enn mannana

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veika hestakonu nálægt Seljalandsfossi

Bjarni kjörinn varaformaður bankaráðs AIIB

Domino’s hagnaðist um tæplega hálfan milljarð – Seldu pizzur fyrir 5,8 milljarða

Ráðamenn Filippseyja halda áfram að gagnrýna Ísland harðlega