Fréttir

Tengdafaðir Bjarna reiður: Sori og ómerkilegheit - Telja að Bjarni Ben sé að hætta

Útvarp Saga hefur efnt til skoðanakönnunar þar sem spurt er hvort hlustendur telji að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra sé að hætta í stjórnmálum. Þær raddir hafa gerst háværari í sumar að Bjarni ætli að láta staðar numið og stefni að því að láta Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur taka við af sér. Vangaveltur í þessa veru hafa sést víða á netinu undanfarið. Náttfari á Hringbraut fjallaði einnig um að Bjarni vildi draga sig í hlé fljótlega. Orðrétt sagði Náttfari:

Handtekinn í hverfi 101, grunaður um vændiskaup

Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru fjölbreytt í gærkvöldi og í nótt. Sex ökumenn voru stöðvaðir, grunaðir um að aka undir áhrifum fíkniefna. Í hverfi 105, rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi stöðvaði lögregla slagsmál. Þá var einn maður handtekinn vegna hótana og færður á lögreglustöð, en var manninum sleppt að lokinni upplýsingatöku.

Dapurlegar hótanir: „Ótrúlegt að greiða ekki lægst launaða starfsfólkinu“

„Starfsgreinasamband Íslands (SGS mótmælir harðlega þeirri gróflegu mismunun sem Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) ætlast til að sveitarfélögin sýni gagnvart sínu starfsfólki. Kjaradeila SGS og sveitarfélaganna er í hörðum hnút og var vísað til Ríkissáttasemjara vegna þess að Samninganefnd sveitarfélaganna krafðist þess að SGS félli frá fyrirliggjandi samkomulagi um jöfnun lífeyrisréttinda og það yrði ekki rætt í kjaraviðræðunum.“

Öryrkjabandalagið segist vilja brýna fyrir stjórnvöldum að stíga skrefið til fulls og afnema skerðinguna að fullu

Alþingi samþykkti eins og kunnugt er, frumvarp félags og barnamálaráðherra um lækkun skerðinga bóta vegna annara tekna lífeyrisþega. Breytingin var afturvirk, og gildir frá 1. janúar 2019. Tryggingastofnun hefur nú tilkynnt að í síðustu viku ágústmánaðar, munu þeir sem rétt eiga á hækkun greiðslna vegna fyrstu átta mánaða ársins, fá þær greiðslur. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá öryrkjabandalaginu.

Hönnun

Val á húsgögnum í garðinn skiptir máli

Eins og Björn Jóhannsson landslagsarkitekt bendir á er mikilvægt að velja réttu garðhúsgögnin og það er hægt að fara nokkra leiðir þegar þau eru valin. Þegar verið er að hanna garð, pall eða verönd er vert að hafa það í huga að hægt er að vera með innbyggð húsgögn sem koma sér vel og þar af leiðandi er hægt að slá nokkrar flugur í einu höggi. Húsgögnin í garðinum geta ýmist verið innbyggð eða færanleg. Innbyggð húsgögn eru gjarnan föst við trépalla og smíðuð úr sama efni. Algengt er að setja innbyggða bekki við girðingar, bæði til að mynda sæti og til að láta girðinguna sýnast lægri. Ef slíkur bekkur er hafður við ytri mörk dvalarsvæðis nýtist bekkurinn einnig sem afmörkun og plássið á slíkum svæðum nýtist gjarnan betur.

Þorkell segir Davíð í andlegu ójafnvægi: „Hann er farinn að skaða fjölda Íslendinga“

„Getur verið að einn alvarlegasti hýsill e.coli orkupakkasýkingar í landinu sé höfundur Reykjavíkurbréfsins og einn skæðasti smitberinn sé Morgunblaðið en mér er sagt að blaðið fari inn á um það bil 12.000 heimili í landinu en fer um hendur mun fleiri.“

Andlitslausir auðkýfingar kaupa Ísland og þið sofið: Svona eru reglurnar um jarðakaup á Grænlandi og í Danmörku

Jim Ratcliffe á meira en 1% af Íslandi en hann er einn ríkasti maður Bretlands. Hann keypti nýverið jörðina Brúarland 2 í Þistilfirði. Alls 384 jarðir eru að hluta eða í heild sinni í eigu aðila með lögheimili erlendis og þá eru 62 jarðir eru í fullri eigu aðila með erlent lögheimili. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir nú að alveg skýrt sé að ekki eigi að líta á land eins og hverja aðra vöru eða þjónustu. Hún segir breiðan pólitískan vilja til að takmarka jarðakaup auðmanna hér á landi. Í því samhengi má benda á að Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, sagði í fyrrasumar að ótti fólks við kaup útlendinga á jörðum hérlendis væri tilfinningalegs eðlis og óljóst væri hvað fólk óttaðist.

Borgarstjóra svarað vegna frímiðanna: Staðreyndir málsins eru eftirfarandi - Hlustaðu á upptökuna

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík gagnrýnir frétt Hringbrautar þar sem fram kom að Dagur hefði þegið þrjá svokallaða Artist Gold VIP boðsmiða á tónleikahátíðina Secret Solstice. Í frétt Hringbrautar kom fram að miðaverð á hvern miða sem höfðu samskonar aðgang að tónleikasvæðinu voru um 150 þúsund krónur. Heildarverðmæti miðanna sem borgarstjóri þáði voru því um 450 þúsund krónur.

Rekin upp úr sundlauginni í Þorlákshöfn: „Svo var þetta bara eins og jarðskjálfti“ – Sjáðu myndbandið

Gestir í sundlauginni í Þorlákshöfn voru reknir upp úr á meðan mikið eldingaveður gekk yfir bæinn á þriðja tímanum í dag. Hákon Svavarsson póstburðarmaður í Þorlákshöfn segir í samtali við RÚV að hann hafi orðið að forða sér hið snarasta þegar óveðrið brast á.

Björgunarsveitir sóttu slasaðan göngumann við Hrafntinnusker

Björgunarmenn á hálendisvakt björgunarsveita í Landmannalaugum voru kallaðir út í morgun vegna slasaðs göngumanns við Hrafntinnusker sem er fyrsti skálinn á gönguleiðinni Laugavegur, milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Fyrstu upplýsingar voru á þann veg að viðkomandi væri illa brotin á hendi. Voru björgunarmenn komnir í Hrafntinnusker um 1,5 klukkustund síðar og bjuggu þá um viðkomandi til flutnings. Reyndust áverkar vera minni en fyrstu upplýsingar gáfu til kynna en þó minniháttar brot. Björgunarmenn munu flytja hana í Landmannalaugar en þaðan fer hún til byggða og til læknis.

Fyrsta Götubitahátíðin sem haldin er á Íslandi

Bæjarstjóri skiptir um lið: „Mér fannst þetta glatað“

Helgi Hrafn: „Ég er líka sár. Mér finnst þetta líka leiðin­legt“

Egill: „Hin mislukkaða endurkoma Birgittu“

Sást síðast í Sandgerði: „Hann var búinn að búa hérna í nokkur ár“

Þekkir þú sögu hnífaparanna? Albert Eiríksson er með hana á hreinu

Nú kostar 500 krónur að skoða Skálholtskirkju: „Þarf ölmusukort til að skoða Ísland?“

Árni Sigfússon minnist bróður síns: „Við vorum bestu vinir alla tíð“

Greiðir tæpa sjö milljarða fyrir Icelandair Hotels: Vill lúxushótel á Íslandi

Forsætisráðherra kynnir innleiðingu Íslands á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna á ráðherrafundi í New York