Fréttir

Ráðherra ráðstafar 31 þúsund tonnum til sérstakra aðgerða - Minni ráðstöfun en á síðasta ári

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ráðstafað rúmlega 31 þúsund tonnum til sérstakra aðgerða í fiskveiðistjórnunarkerfinu. Um árlega úthlutun er að ræða sem byggir á lögum um stjórn fiskveiða en samkvæmt þeim er 5,3% af heildarafla í hverri fisktegund dregið af leyfilegum heildarafla til að mæta áföllum, til stuðnings byggðarlögum, línuívilnunar, strandveiða, rækju- og skelbóta, frístundaveiðar og til annarra tímabundinna ráðstafana til að auka byggðafestu.

Mynd dagsins: Texas-Maggi á spítala - „Ég er fjölfatlaður“

Magnús Ingi Magnússon betur þekktur sem Maggi á Texasborgurum og kallar sig nú Magga meistara þurfti að leita sér aðstoðar á spítala. Neyddist Magnús til að fara í aðgerð. Hann birti einnig myndskeið á Facebook þar sem hann útskýrði hvað væri búið að hrjá hann en margir vinir og aðdáendur höfðu beðið fregna af heilsu hans. Magnús segir í myndskeiðinu:

Björn: „Ég veit að félagsmenn eru ekki sáttir við þessa niðurstöðu“

Í gær barst svar frá Akureyrarbæ við bréfi sem stéttarfélagið Eining-Iðja afhenti bænum í júlí vegna kjaraviðræðna við bæjarfélagið. Í svarinu frá bænum segir að meirihluti bæjarráðs hafni erindi Einingar-Iðju, þar sem samningsumboð sveitarfélagsins vegna kjarasamninga er hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga mun sveitarfélagið ekki tjá sig opinberlega um málið eða taka afstöðu til þess.

Sólrún Diego hjólar í DV: Furðuleg krafa þrifastjörnu - Óskar eftir aðstoð lögmanna

Sólrún Diego hefur óskað eftir aðstoð lögmannsstofunnar LOGOS. Er beiðni Sólrúnar heldur óvenjuleg en hún vill að DV verði bannað að birta myndefni af samfélagsmiðlum og eins að leyfi fyrir myndbirtingum sem Sólrún hafði áður gefið DV verði afturkallað. Frá þessu er greint í sandkorni í DV í dag. Þar segir:

Ásmundur hissa, snortinn og hrærður: „Ég og Sigga erum óendanlega þakklát“

Viðar Guðjohnsen og Ólafur Hannesson, tveir Sjálfstæðismenn segja ákveðna fjölmiðla hafa staðið að pólitískri aðför að mannorði Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Skrifuðu þeir grein í Morgunblaðið til stuðnings þingmanninum og kveðst Ásmundur þakklátur fyrir stuðninginn. Það er Stundin sem vekur athygli á færslu Ásmundar.

Starfsmenn fá 105.000 krónur 1. ágúst

Borgarráð hefur samþykkt viðauka við fjárhagsáætlun 2019 vegna eingreiðslu til starfsfólks borgarinnar sem verið hefur með lausa kjarasamninga síðan í vor. Eingreiðslan verður innt af hendi þann 1. ágúst næstkomandi og er hún tilkomin vegna tafa á viðræðum um nýja kjarasamninga. Þetta kemur fram í tilkyningu frá Reykjavíkurborg.

Of langt gengið að krefjast þess að erlendir jarðakaupendur búi hérlendis

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við DV að skiptar skoðanir séu innan flokksins varðandi mögulegar breytingar á lögum vegna jarðakaupa erlendra ríkisborgara. Brynjar segist vera opinn fyrir mögulegum breytingum á lögunum, en segir samt að takmörk væru fyrir því hversu langt væri hægt að ganga með málið, enda yrðu menn að líta til eignaréttarins sem sé tryggður í stjórnarskrá landsins.

Hanna Katrín ósátt: „Ég hef engan svikið - Étt‘ann sjálfur Sturla“

„Mér skilst að fram undan sé einhver fundur hjá Sjálfstæðisflokknum þar sem vænta má uppgjörs af einhverju tagi ef marka má umfjöllun fjölmiðla. Undanfarið hefur gengið maður undir manns hönd af innvígðum og innmúruðum í flokknum með greinarskrif í málgagnið til að sverja fyrir slíkt innanhússuppgjör.“

Segir útvegsmenn hafa lagt inn á Panama-reikninga Sjálfstæðismanna: Fjármokstur sem brýtur gegn velsæmi

„Sjálfstæðismenn kipptu sér þó ekki upp við Panama-skjölin, depluðu ekki auga, heldur varð ágreiningur um ESB til að kljúfa flokkinn þegar Evrópusinnar stofnuðu Viðreisn. Nú láta þjóðremblar flokksins ófriðlega.“ Þetta segir Þorvaldur Gylfason í grein í Fréttablaðinu. Hann segir stjórnmál hér á landi í uppnámi og gagnrýnir Sjálfstæðisflokkinn harðlega og hann lúti í gras fyrir Vinstri grænum í hverju málinu á fætur öðru. Þorvaldur segir um Sjálfstæðisflokkinn:

Um 50 grindhvalir syntu upp í fjöru á Vesturlandi: Myndband

Rekin úr vinnu á Neskaupstað: Tóku upp klámmyndband – „Svo verður það sífellt blárra og loks alveg dökkblátt“

Einn var um borð í skútunni sem strandaði á skeri við Löngusker

Nýnasistar herja á Mosfellinga: „Þurfum að „taka völdin af alþjóðlegum Síonistum“

Gunnar Eydal er látinn - Dagur B: „Það var lærdómsríkt og verðmætt að eiga þess kost að vinna með Gunnari“

Vill að allir hælisleitendur og flóttamenn sem staddir eru á Íslandi fái dvalarleyfi strax

Ole Anton gefst ekki upp: Leitar til umboðsmanns Alþingis – Ákvörðunin skaðar Ísland

Hörku slagsmál í bakgarði við heimahús í Keflavík: „Æstur eftir átökin og heimtar re-match“

Skúta strand rétt utan við höfuðborgarsvæðið

Svona er reynt að stela af þér peningum: Mikilvægar leiðbeiningar

Pétur G. Markan hættur sem sveitastjóri