Fréttir

Hvalur hf. fær fimm ára leyfi til langreyðaveiða

Hval­ur hf. fékk í gær leyfi til veiða á langreyðum. Leyfið gild­ir í fimm ár. Mbl.is greinir frá og vísar til svars við fyrirspurn sem miðillinn sendi at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­inu.

Helgi Jóhannesson nýr yfirlögfræðingur Landsvirkjunar

Helgi Jóhannesson lögmaður hefur verið ráðinn yfirlögfræðingur Landsvirkjunar. Helgi hefur verið einn af eigendum LEX lögmannsstofu um árabil. Hann var stjórnarmaður í Landsvirkjun á árunum 2014-2017. Auk kandídatsprófs í lögum frá Háskóla Íslands og réttinda til málflutnings fyrir héraðsdómi og Hæstarétti er Helgi með LL.M gráðu frá lagadeild Háskólans í Miami.

Fyrstu grænu skuldabréf Orkuveitu Reykjavíkur skráð á Nasdaq Iceland

Orkuveita Reykjavíkur skráði í dag fyrsta græna skuldabréfaflokk sinn á markað Nasdaq Iceland fyrir sjálfbær skuldabréf. Skuldabréfaflokkurinn er um 7,5 milljarðar króna að nafnvirði og er verðtryggður til 36 ára. OR hyggst halda áfram að gefa út skuldabréf í flokknum á næstu árum. Grænu skuldabréfin verða notuð til fjármögnunar eða endurfjármögnunar á verkefnum sem hafa umhverfislegan ávinning, eins og orkuvinnslu úr endurnýjanlegum orkugjöfum, snjallvæðingu veitukerfa, vatnsvernd og eflingu fráveitna.

Um þriðjungur stjórnenda íslenskra fyrirtækja sjá fram á fækkun starfsmanna

Um 63% stjórnenda í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum sjá fram á samdrátt í íslensku hagkerfi á næstu 12 mánuðum. Þar af sjá 11% þeirra fram á að hagkerfið dragist mikið saman en 52% þeirra að hagkerfið muni dragast lítillega saman. Þetta kemur fram í nýrri könnun frá MMR.

Zainab: „Ég vil bara fá að búa hér allt mitt líf og gera eitthvað gott fyrir samfélagið“

„Ég varð mjög sorgmædd við fréttirnar því ég vil ekki fara aftur til Grikklands. Það hef ég sagt aftur og aftur, þúsund sinnum. Við verðum ekki örugg þar. Við vitum ekki hvað verður því að lögreglan hefur ekki gefið upp dagsetningu á því hvenær stendur til að flytja okkur úr landi svo við bíðum bara og vitum ekkert.“ Þetta segir Zainab Safari, fjórtán ára gömul stúlka frá Afganistan, í ítarlegu viðtali við Stundina í dag.

Brot 122 ökumanna mynduð á einni klukkustund á Hringbraut

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var aftur með hraðamælingar á Hringbraut í Reykjavík í dag, en um er að ræða vegarkafla á milli Sæmundargötu og Ánanausta þar sem leyfður hámarkshraði var nýverið lækkaður úr 50 í 40 í kjölfar umferðarslyss sem varð á þessum slóðum. Í framhaldinu urðu töluverðar umræður um leiðir til úrbóta.

Guðríður Arnardóttir skipuð skólameistari Menntaskólans í Kópavogi

Fréttir af öðrum miðlum: Kjarninn

Morgunblaðið braut gegn siðareglum

Umferðarslys á Suðurlandsvegi – Beittu klippum til að ná ökumanni út

Umferðarslys varð á Suðurlandsvegi, rétt vestan við Landeyjarhafnarveg laust fyrir klukkan 11 í morgun þar sem rúta og fólksbifreið skullu saman. Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Rangárvallasýslu þurftu að beita klippum til að ná ökumanni fólksbifreiðarinnar út.

Logi Einarsson skrifar:

Að koma óorði á heila þjóð

Vatnajökulsþjóðgarður á heimsminjaskrá UNESCO

Hlýjast sunnanlands um helgina

Lögreglan auglýsir eftir þessum manni - Þekkir þú hann?

Fyrrverandi ráðherra ráðinn verkefnastjóri Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í Reykjavík

Uppskriftir með rabarbara sem enginn má láta framhjá sér fara - Hreint lostæti

Hörður: „Spurningin er ekki hvort heldur hversu mikill efnahagssamdrátturinn verður“

Ísland berst gegn sýklalyfjaónæmi – „Ein helsta ógn sem við stöndum frammi fyrir í dag“

15 rúmum af 31 lokað á bráðageðdeild – „Fólk veikist ekkert síður á sumrin“

Leigubílstjóri skallaður í andlitið

Um 40 þúsund færri ferðamenn í ár en á sama tíma í fyrra