Stefán Einar tekur við af Davíð á gamlársdag

Stefán Einar tekur við af Davíð á gamlársdag

 Talsverðar mannabreytingar verða á Morgunblaðinu nú um mánaðarmótin. Blaðið er að fækka fólki og spara eins og allir aðrir fjölmiðlar á íslandi verða að gera nema RÚV. Fjölmiðlar tapa fé en RÚV sækir það sem þarf í ríkiskassann. Hinir verða að treysta á vinveitt einkafjárfesta og viðskiptavini sem þyrftu að skilja í auknum mæli að ekki er gott að fjölmiðlun á Íslandi endi bara í RÚV.

 

Morgunblaðið er að herða tökin innanhúss, nema á K-100 útvarpsstöðinni sem fær að tapa ómældu fé án þess að hlustun aukist. Um mánaðarmótin var nokkrum þekktum blaðamönnum sagt upp, þar á meðal Sigurði Nordal. Það þýðir að Stefán Einar Stefánsson tekur við af honum sem yfirmaður viðsikptafrétta á blaðinu. Það er mikil ábyrgðarstaða.

 

Glöggir menn þykjast greina að Stefán Einar Stefánsson taki við sem ritstjóri við hlið Harladar um áramótin þegar Davíð Oddsson lætur af starfi. Davíð varð sjötugur þann 17. janúar sl. Tvær reglur hafa verið í gildi innan blaðsins varðandi brottför yfirmanna vegna aldurs. Annað hvort láta þeir af starfi í lok þess mánaðar sem þeir verða sjötugir eða í lok þess árs. Þannig var það varðandi Matthías Johannessen. Hann hætti á gamlársdag árið sem hann varð sjötugur. Sama mun gilda um Davíð. 

 

Síðasta smásaga Davíðs undir heitinu „Reykjavíkurbréf“ mun birtast í Morgunblaðinu laugardaginn 29. desember nk. Eftir það tekur Stefán Einar við starfi ritstjóra.

 

Rtá.

 

Nýjast