Skítamórall sjálfstæðismanna í Reykjavík

Skítamórall sjálfstæðismanna í Reykjavík

 
 Sjálfstæðismenn í Reykjavík fara nú niður á lægra plan en lengi hefur sést í stjórnmálum hér á landi. Þeir reyna að gera klúður starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur (OR), sem ber ábyrgð á fráveitukerfum borgarinnar, að flokkspólitísku máli.
 
Með miklu offorsi freista gamlir og nýjir flokkshestar þess að klína klúðri starfsmanna OR á sjálfan borgarstjórann en Sjálfstæðisflokknum gengur ekkert að fást við vinsældir hans meðal borgarbúa.
 
Starfsmenn OR hafa staðið sig illa varðandi upplýsingagjöf og viðgerðir á biluðu fráveitukerfi. Það hefur kallað fram reiði og vonbrigði borgarbúa sem vonlegt er. Þeir starfsmenn sem hafa brugðist skyldum sínum hljóta að fá verðuga meðhöndlun hjá stjórn og stjórnendum OR. En það hefur ekkert með stjórnmál að gera þó sjálfstæðismenn reyni það í örvæntingu sinni.
 
Reyndar hittir tilraun þeirra til að klína skít á borgarstjórann þá sjálfa fyrir. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, á sæti í stjórn OR sem ber ábyrgð á þeim starfsmönnum sem brugðust. Böndin berast því að honum þegar reynt er að blanda pólitík í málið.
 
Hér er sannarlega um skítamál að ræða.
Þeir sem í pólitískri örvæntingu reyna að gera þetta ólán OR að flokksmáli Kjartans Magnússonar eða Dags borgarstjóra sýna skítlegt eðli sem hingað til hefur ekki þótt vænlegt í stjórnmálum.
 
En skítt með það.
 
 
rtá.

Nýjast