Samtök atvinnulífsins eiga að varast flokkapólitík

Samtök atvinnulífsins eiga að varast flokkapólitík

Ljóst er að Samtök atvinnulífsins hafa gert vandræðaleg mistök með því að blanda sér í kosningabaráttuna vegna komandi sveitarstjórnarkosninga.

Samtökin hafa birt skýrslu um fjárhag og þjónustu einstakra sveitarfélaga þar sem gefnar eru einkunnir samkvæmt einhverju heimatilbúnu kerfi sem engin sátt er um. Niðurstöðunum hefur verið mótmælt kröftuglega og ljóst er að hér er um vindhögg að ræða.

Er það í verkahring SA að gera svona úttekt á sveitarfélögum og birta umdeildar niðurstöður rétt fyrir kosningar. Svarið er NEI.

SA hafa afar mikilvægu hlutverki að gegna í samfélaginu. Traust og trúverðugleiki samtakanna skipta öllu máli og því er mikilvægt að samtökin séu ekki að blanda sér í flokkapólitík á viðkvæmum tíma.

SA ættu að einbeita sér að verkefnum sínum en varast flokkapólitík þó einhverjir starfsmenn hafi mikinn áhuga á stjórnmálum. Því ættu þeir að sinna utan vinnutíma.

Stjórn SA verður að hafa taumhald á sínu fólki til að trúverðugleiki samtakanna skaðist ekki meira.

Rtá.

Nýjast