Ráð við Eurovisionþynnku Íslendinga

Ráð við Eurovisionþynnku Íslendinga

 Íslendingar sleikja nú sár sín yfir því að vera ekki með í úrslitum Eurovision í kvöld.
Svölu Björgvins verður ekki kennt um. Hún stóð sig vel. Vandinn var sá að lagið náði ekki í gegn, var hvorki grípandi né spennandi.
 
Fyrirkomulagið við val á lagi til að senda í keppnina virkar ekki. Það skilar ekki árangri eins og best sést á því að þetta er þriðja árið í röð sem Ísland situr eftir og kemst ekki upp úr forkeppninni.
 
Ef við ætlum að rífa okkur upp úr þessari lægð, þá þarf að fara að gera réttu hlutina rétt.
 
Nú er komið að því að velja þann hæfasta til að halda merki Íslands á lofti í keppninni. Sleppum forkeppni RÚV næst, veljum þann sem getur komið Íslandi á kortið - sendum Pál Óskar Hjálmtýsson í Eurovision 2018 og endurheimtum stolt Íslands.
 
Gefum Páli nægan tíma til að semja sigurlag og undirbúa sig. Látum hann hafa næga fjármuni til að slá í gegn. Hann mun negla þetta.
 
Hættum öllu væli og förum strax að hlakka til!
 
rtá.

 

Nýjast