Margvíslegar afleiðingar sjómannaverkfallsins

Margvíslegar afleiðingar sjómannaverkfallsins


Verkfallinu lokið og flestir farnir á sjó að bjarga verðmætum.

En afleiðingar verkfallsins eru miklar og gætu átt eftir að hafa áhrif víða á valdastöðum.

Flestir hljóta að sjá að sjómannaforystan er veik, gamaldags og stöðnuð. Þarna eru á ferð menn sem geta ekki rökstutt fullyrðingar sínar og eru botnfastir í úreltum frösum. Það á ekki síst við um Konráð Alfreðsson og Vilhjálm Birgisson. Glæsileg sjómannastétt landsins hlýtur að geta gert betur en þetta.

Þá hefur engin meginbreyting orðið á þeirri áferð sem er á forystu sjávarútvegs á Íslandi. Á árum áður var talað um "grátkórinn" undir stjórn Kristjáns Ragnarssonar. Enn er grátið. Einkum einstaka útgerðarmenn sem ráða illa við sig.

Innan Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er megn óánægja með nýjan framkvæmdastjóra, Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, sem sumir vilja kenna um þann hnút sem vinnudeilan fór í. Hún er þekkt öfgahægrikona og ekki talin mikið fyrir málamiðlanir. Einhverjir eru sagðir vilja skipta henni strax út fyrir Sigurð Kára Kristjánsson, fyrrum þingmann, sem sjávarútvegurinn vildi gera að framkvæmdastjóra SA um síðustu áramót en tókst ekki.

Morgunblaðsklíkan, tengd sjávarútvegi og landbúnaði, tefldi Sigurði Kára fram og tapaði - sér til mikillar gremju. Nú er tækifæri til að lyfta honum á stall. En það yrði þá á kostnað Heiðrúnar Marteinsdóttur.

Einn öfgahægrimaður kæmi þá í stað annars öfgahægrimans.

Nýjast