Katrín vísaði Andersen úr ríkisstjórninni og hótaði stjórnarslitum

Katrín vísaði Andersen úr ríkisstjórninni og hótaði stjórnarslitum

Það er rangt að Sigríður Andersen hafi ákveðið “að stíga til hliðar.” Katrín Jakobsdóttir krafðist afsagnar hennar án tafar. Annars var hún tilbúin að rjúfa stjórnarsamstarfið.

Katrín er við það að fara á taugum vegna ástandsins. Vinstri græn ráða ekkert við stöðuna á vinnumarkaði, flokkurinn nær ekki í gegn neinum útspilum úr ríkissjóði til launþegahreyfingarinnar, grasrót flokksins er horfin, fylgið komið niður í 10% og náttúruverndarsinnar eru miður sín vegna hvalveiða þrátt á ítrekuð loforð um verndun.

Auk þess hefur skipan dómara í Landsdóm staðið í flokksmönnum eins og ýsubein í hálsi. Einkum það að eiginkonu Brynjars Níelssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins skyldi vera skipt inn á í stað fyrrverandi eiginmanns Svandísar Svavarsdóttur en hann var einn af 15 útvöldum samkvæmt hæfismati. En eiginkona Brynjars ekki. Á þessu eru augljós og kámug pólitísk fingraför.

Vinstri græn höfðu því enga þolinmæði gagnvart Sigríði þegar Mannréttindadómstóll Evrópu sakfelldi hana vegna umræddrar stjórnsýslu. Hún varð að biðjast lausnar strax - annars væri ríkisstjórnin fallin. Vinstri græn sáu sér einnig þann leik á borði að losna frá því upplausnarástandi sem ríkir á vinnumarkaði.

Bjarni Benediktsson var fljótur að átta sig á alvöru málsins og fórnaði Andersen þar með. Hann ætlar ekki að sleppa VG út úr ríkisstjórninni fyrr en samningum hefur verið náð. 

Eftir atburði dagsins hljóta dagar þessarar ríkisstjórnar senn að vera taldir þó nú hafi verið bjargað í horn með peðsfórn.

Nýjast