Hvenær verður stjórn og forstjóra HÖRPU vikið frá?

Hvenær verður stjórn og forstjóra HÖRPU vikið frá?

Flestum ber saman um það að framkoma Þórðar Sverrissonar formanns Hörpu og stjórnarinnar sé algerlega galin. Engum heilvita manni í rekstri ætti að detta í hug að lækka 20 lægst launuðu starfsmennina í starfskjörum um leið og kjör forstjóra eru bætt um fimmtung.

En þetta er það sem stjórn Tónlistarhússins Hörpu gerði. Þó er um opinbera stofnun í meirihlutaeigu ríkisins (54%) á móti borginni.

Framkoma Þórðar Sverrissonar formanns í fjölmiðlum hefur einkennst af þeim valdhroka sem hann virðist hafa tamið sé í fyrri stjórnunarstörfum hjá Eimskip og Nýherja. Öll stjórnin ber ábyrgð með honum. Stjórn Hörpu skipa auk Þórðar þau Arna Schram, Árni Geir, Vilhjálmur Egilsson og Aðalheiður Magnúsdóttir.

Fjármálaráðherra skipar stjórn Hörpu. Hann einn hefur vald til að víkja stjórninni. Það er eðlileg krafa að Bjarni Benediktsson skipti allri stjórn Hörpu út og skipi nýja sem tæki þá ákvörðun um framtíð forstjórans.

Því er þó spáð hér að Bjarni hafi ekki kjark til að hrófla við stjórninni þó svo flestum beri saman um að framkoma hennar hafi verið galin.

RTÁ.

Nýjast