Drífa ruglar plön uppreisnarliðsins um forseta ASÍ

Drífa ruglar plön uppreisnarliðsins um forseta ASÍ

Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, verður væntanlega næsti forseti ASÍ en kosið verður á þingi sambandsins í október. Ólíklegt er að fram komi annar sem væri líklegur til að geta unnið Drífu.

Hún hefur verið framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins í mörg ár og er þannig hluti af þeirri forystu sem uppreisnarliðið hefur gagnrýnt harkalega með upphrópunum en litlum rökum. Með kosningu hennar héldi fráfarandi forysta völdunum í raun og veru. Uppreisnarliðið hefur engan frambjóðanda sem er líklegur til að geta náð kosningu í embætti forseta ASÍ.

Það er eitursnjall leikur hjá Gylfa Arnbjörnssyni og fráfarandi forystu ASÍ að bjóða Drífu fram í embætti forseta. Hún er og verður ein af þeim. En hún hefur á sér mikinn VG-svip þó hún afneiti flokknum nú um stundir. Hún er fyrrverandi framkvæmdastjóri flokksins og hefur átt sæti á þingi fyrir VG. 

Hún sagði sig nýlega úr flokknum vegna óánægju með samstarfið við framsóknarflokkana tvo í núverandi ríkisstjórn. Einkum svíður henni þjónkun VG við Bjarna Benediktsson og lið hans. Þessi afstaða hennar mun gagnast henni vel í framboði til forseta ASÍ. Margir sósíalistar munu una vel við framboð Drífu og ekki styðja við uppreisnarliðið og öfgaöflin innan launþegahreyfingarinnar.

Margt bendir til að framboð núverandi forystu ASÍ munu tryggja að Ragnar Þór og Sólveig Anna verði snúin niður á ASÍ þinginu í haust og sitji eftir með svarta Pétur að loknu þingi.

Og svo má gera ráð fyrir að Ragnar Þór verði felldur í formannskosningum VR í febrúar nk. VR fólkið er að vakna.

Rtá.

Nýjast