Datt meirihlutinn á Akureyri á hausinn?

Datt meirihlutinn á Akureyri á hausinn?

Samfylking, Framsókn og Viðreisn mynda meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar. Mikið var lagt upp úr því að halda Sjálfstæðisflokknum áfram úti í kuldanum og í stjórnarandstöðu. Það tókst meirihlutaflokkunum til mikillar gleði. Það hefur einnig hlakkað í mörgum bæjarbúum út af því.

En hvað gerist svo?

Meirihlutinn ræður nýjan bæjarstjóra sem er innvígð og innmúruð flokkskona úr innsta hring flokkseigendafélagsins í Sjálfstæðisflokknum. Hún heitir Ásthildur Sturludóttir og hefur sér helst til framdráttar að vera dóttir Sturlu Böðvarssonar, fyrrum þingmanns og ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Ásthildur hefur verið sveitarstjóri Vesturbyggðar á Patreksfirði. Ekki hefur farið neinum sögum af afrekum hennar í því starfi.
Vesturbyggð er fámennt sveitarfélag en á Akureyri búa um 18 þúsund íbúar. Um gjörólíkan starfsvettvang er því að ræða.

Spyrja má hvað meirihlutinn á Akureyri var eiginlega að hugsa - eða ekki að hugsa - þegar hann réði svarinn pólitískan andstæðing sinn í starf bæjarstjóra?

Meirihlutinn hlýtur að átta sig á því að hér er um pólitískt glappaskot að ræða.

Þegar það rennur upp fyrir Samfylkingu, Framsókn og Viðreisn á Akureyri, er hægt að ganga í að leiðrétta mistökin og skipta um bæjarstjóra. Til þess hlýtur að koma fyrr en seinna.

Rtá.

Nýjast