Búið að stilla flygilinn í Brussel

Búið að stilla flygilinn í Brussel

Talið er að Illugi Gunnarsson sé á leið í embætti á vegum utanríkisþjónustunnar hjá NATO í Brussel.

Búið er að tilkynna um ýmsar tilfærslur innan utanríkisþjónustunnar síðar á árinu en mikil leynd hvílir yfir NATO stöðunni. Einhver skjálfti er vegna málsins í ráðuneytinu og styrkir það grun um að ætlunin sé að bjarga strönduðum pólitíkus þangað inn.

Gárungarnir orða það þannig að búið sé að stilla flygilinn í Brussel! Margir vita að píanóleikur er helsti styrkleiki Illuga Gunnarssonar.

Ekkert hefur gengið að finna starf eða embætti fyrir Illuga frá því hann datt út úr ràðherraembætti fyrir einu og hálfu ári. Bjarni Benediktsson hefur ekki beitt sér mikið fyrir þennan gamla samherja en nú mun hann hafa lagt að utanríkisráðherra að leysa málið.

Guðlaugur Þór og Illugi eru hins vegar engir vinir. Voru fjandmenn í prófkjörum innan flokksins og hafa talað illa hvor um annan í nærri 20 ár.

Ef Gulli afgreiðir þessa pöntun Bjarna formanns, mun hann ekki gera það með neinni gleði.

Verði það örlög Illuga Gunnarssonar að enda í Brussel, þá er víst að margir Evrópusinnar munu glotta eftir svik hans í ESB-málum!

Rtá.

Nýjast