Þingið sýni gæsku og ábyrgð

Þingið sýni gæsku og ábyrgð

Alþingi landsmanna, sjálft fulltrúalýðræðið, þarf á stundum að hafa betur en skrifræði stjórnsýslunnar - og sýna að valdið getur allt eins verið fólksins, ekki bara kerfisins. Málefni tveggja erlendra stúlkna, sem hafa verið á flótta frá því þær fæddust fyrir átta og ellefu árum, er nýlegt dæmi um að stofnanir landsmanna eru úr takti við almenning.

Hjarta manns - og heilinn sömuleiðis, segir það afdráttarlaust að hér eigi börnin að njóta vafans. Og þótt ópersónulegur lagabókstafurinn geti vísað í einhverja Dyflinareglugerð sem heimilar stjórnvöldum að senda þau til baka án málefnaástæðu, felst ekki í henni skilyrðislaus skylda til þess arna. Reglan gerir einmitt ráð fyrir undanþágu.

Von er til þess að alþingismenn sýni hér bæði gæsku og ábyrgð. Fordæmi eru fyrir því að greiða götu flóttafólks með skjótri lagasetningu. Það hefur átt við um skáaksnillinga og íþróttakempur. Það hlýtur líka að eiga við um börn. Og hér gilda vissulega tilfinningarök, það skal viðurkennt, en eru mannúðarástæður eitthvað síðri en aðrar? 

 

 

Nýjast