Miðjan sem hvarf

Miðjan sem hvarf

Staðan í íslenskum stjórnmálum er að mörgu leyti mjög sérstök. Miðjan er horfin. Flokkum fjölgar á hægrivængnum. Stóri flokkurinn á Íslandi er sallarólegur vinstri flokkur. Svona hefur ekki verið umhorfs í íslenskri pólitík frá því sá sem þetta skrifar man eftir sér - og á hann að heita kominn um miðjan aldur og gott ef ekki yfir hann.

Hefðin í frónskri þjóðmálaumræðu hefur verið sú að tiltölulega veikir vinstri flokkar hafa ekki getað náð saman um nokkurn viti borinn hlut með þeim afleiðingum að stóri hægriflokkurinn hefur kippt sallarólega miðjuflokknum upp í koju og falið þar undir sæng. Nú er síðastnefndi flokkurinn hins vegar sprengdur í loft upp og rétt tórir.

Miðjan er horfin. Björt framtíð mælist ekki, en Samfylkingin, sem stækkar ögn, hefur hörfað af miðjunni - og gæti gengið í VG, sem er að verða eini augljósi kostur vinstrimanna. Hinum megin er villigaltafullur íhaldsflokkur með særðan foringja, hægrisinnaður miðflokkur með sáran leiðtoga og frjálslyndur hægriflokkur, án fylgis. 

 

Nýjast